Anna Margrét Gunnarsdóttir, sérfræðingur í fyrirtækja- og markaðssamskiptum, og Einar Geirsson eiginmaður hennar hafa sett smekklega íbúð í Stokkhólmi á sölu. Fjölskyldan hefur í hyggju að flytja aftur heim til Íslands síðar á árinu eftir nokkurra ára dvöl bæði í Noregi og Svíþjóð.
Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, yfirbyggðar svalir og tvö baðherbergi. Íbúðin er 93 fm að stærð og er smekklega innréttuð í heillandi fjölskylduhverfi. Hjónin hafa málað íbúðina í litum eins og ólífugrænum, ljósbleikum og hvítum lit.
Umhverfið er heillandi og margt að gera í kring. Það má sjá meira um íbúðina hér.