Ástfangið par keypti 200 milljóna skrauthýsi

Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni.
Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni. Samsett mynd

Við Markarflöt 9 í Garðabæ er að finna einstaklega huggulegt 241,7 fm einbýlishús sem reist var 1969. Kjartan Sveinsson teiknaði húsið og þykir vel hafa tekist til við hönnun þess. Húsið er sannkallað skrauthýsi. Það stendur fyrir ofan götu og hefur að geyma fallegar innréttingar, stóra glugga, svalir, garð og stóran bílskúr. 

Húsið var auglýst til sölu í ágúst í fyrra og er nú selt. Húsið var í eigu Reykjanes Investment ehf. en kaupendur hússins eru Anný Rós Guðmundsdóttir öldrunarlæknir og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson fasteignasali hjá Eignarmiðlun. Þau greiddu 200.000.000 kr. fyrir húsið. Smartland hefur áður fjallað um parið en þau hnutu um hvort annað í fyrra og eru yfir sig ástfangin. 

Húsið við Markarflöt er glæsilegt í alla staði.
Húsið við Markarflöt er glæsilegt í alla staði. Samsett mynd

Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með húsið! 

Anný Rós Guðmundsdóttir og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson fóru ástfangin inn …
Anný Rós Guðmundsdóttir og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson fóru ástfangin inn í nýtt ár. Ljósmynd/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda