Árni Hauksson fjárfestir hefur fest kaup á skrautíbúð við Bryggjugötu í Reykjavík. Um er að ræða vandaða og heillandi 202,5 fm íbúð á annarri hæð. Íbúðina keypti Árni af Björgu Bergsveinsdóttur auðkonu og greiddi fyrir hana 360.000.000 kr.
Smartland fjallaði ítarlega um íbúð Bjargar þegar hún var auglýst til sölu og sagði lífsstílsvefurinn frá því að um eina dýrustu íbúð landsins væri að ræða. Í fréttinni kom fram að Björg sé búsett í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni sínum Eggerti Dagbjartssyni kaupsýslumanni. Hann var einn af þeim sem setti fjármagn í Editon hótelið í Reykjavík og hefur honum farnast vel í peningaheiminum. Hjónin eiga fleiri íbúðir í miðbæ Reykjavíkur, þar á meðal í Skuggahverfinu þar sem hinir forríku vilja búa.
Björg festi kaup á skrautíbúðinni 9. mars 2022. Ekkert var til sparað þegar íbúðin var innréttuð en þar er að finna hnotuinnréttingar frá ítalska handverkshúsinu Gili Creations. Í eldhúsinu er kvartssteinn á borðplötum og falleg eyja sem aðskilur eldhús frá stofu.
Smartland fjallaði um heimili Bjargar og Eggerts 2016:
Það mun fara vel um Árna í íbúðinni en fyrir um ári síðan greindi Smartland frá því að Árni hefði keypt 233 milljóna lúxusíbúð. Hvað verður um þá íbúð núna er ekki vitað en varpað verður ljósi á það um leið og upplýsingar liggja fyrir.
Smartland óskar Árna til hamingju með íbúðina!