Árni Hauksson selur íbúð við Geirsgötu

Árni Hauksson fjárfestir hefur sett íbúð við Austurhöfn á Geirsgötu 17 á sölu. Íbúðin er staðsett á besta stað í miðbæ Reykjavíkur með suðursvölum og sjávarútsýni. Íbúðin er 177,5 fm að stærð, með þremur svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Árni fer þó ekki langt en Smartland greindi frá því að hann hefði fest kaup á skrautíbúð við Bryggjugötu. 

Íbúðin við Geirsgötu er á fjórðu hæð. Þvílíkur lúxus fylgir íbúðinni en lyftan opnast beint inn í íbúðina sem tryggir næði og þægilega aðkomu. Úr stofunni er gengið út á suðursvalir sem eru alls 6,4 fm.

Úr hjónasvítunni er gengið út á svalir inn í garðinn, fataherbergi og baðherbergi með glugga. Íbúðinni fylgja tvö til þrjú stæði í aðgangsstýrðri bílageymslu sem eru einungis ætluð íbúðareigendum í Austurhöfn.

Innréttingarnar í íbúðinni eru sérsmíðaðar úr amerískri hnotu frá ítalska handverkshúsinu Gili Creations. Kvarts-borðplötur eru við eldhúsvask en eyjan er klædd marmaraflísum.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Geirsgata 17



Eldhús, stofa og borðstofa eru í einu opnu rými.
Eldhús, stofa og borðstofa eru í einu opnu rými.
Íbúðin er björt og rúmgóð.
Íbúðin er björt og rúmgóð.
Þrjú svefnherbergi og þrjú baðherbergi eru í íbúðinni.
Þrjú svefnherbergi og þrjú baðherbergi eru í íbúðinni.
Glæsilegt baðherbergi.
Glæsilegt baðherbergi.
Úr hjónasvítunni er gengið inn í fataherbergi og síðan inn …
Úr hjónasvítunni er gengið inn í fataherbergi og síðan inn á baðherbergi.
Lyftan opnast beint inn í íbúðina.
Lyftan opnast beint inn í íbúðina.
Svalirnar snúa í suður.
Svalirnar snúa í suður.
Íbúðin er smekklega innréttuð.
Íbúðin er smekklega innréttuð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda