Árni Hauksson selur íbúð við Geirsgötu

Árni Hauks­son fjár­fest­ir hef­ur sett íbúð við Aust­ur­höfn á Geirs­götu 17 á sölu. Íbúðin er staðsett á besta stað í miðbæ Reykja­vík­ur með suðursvöl­um og sjáv­ar­út­sýni. Íbúðin er 177,5 fm að stærð, með þrem­ur svefn­her­bergj­um og þrem­ur baðher­bergj­um. Árni fer þó ekki langt en Smart­land greindi frá því að hann hefði fest kaup á skraut­í­búð við Bryggju­götu. 

Íbúðin við Geirs­götu er á fjórðu hæð. Því­lík­ur lúx­us fylg­ir íbúðinni en lyft­an opn­ast beint inn í íbúðina sem trygg­ir næði og þægi­lega aðkomu. Úr stof­unni er gengið út á suðursval­ir sem eru alls 6,4 fm.

Úr hjóna­svít­unni er gengið út á sval­ir inn í garðinn, fata­her­bergi og baðher­bergi með glugga. Íbúðinni fylgja tvö til þrjú stæði í aðgangs­stýrðri bíla­geymslu sem eru ein­ung­is ætluð íbúðar­eig­end­um í Aust­ur­höfn.

Inn­rétt­ing­arn­ar í íbúðinni eru sér­smíðaðar úr am­er­ískri hnotu frá ít­alska hand­verks­hús­inu Gili Creati­ons. Kvarts-borðplöt­ur eru við eld­hús­vask en eyj­an er klædd marm­araflís­um.

Sjá á fast­eigna­vef mbl.is: Geirs­gata 17



Eldhús, stofa og borðstofa eru í einu opnu rými.
Eld­hús, stofa og borðstofa eru í einu opnu rými.
Íbúðin er björt og rúmgóð.
Íbúðin er björt og rúm­góð.
Þrjú svefnherbergi og þrjú baðherbergi eru í íbúðinni.
Þrjú svefn­her­bergi og þrjú baðher­bergi eru í íbúðinni.
Glæsilegt baðherbergi.
Glæsi­legt baðher­bergi.
Úr hjónasvítunni er gengið inn í fataherbergi og síðan inn …
Úr hjóna­svít­unni er gengið inn í fata­her­bergi og síðan inn á baðher­bergi.
Lyftan opnast beint inn í íbúðina.
Lyft­an opn­ast beint inn í íbúðina.
Svalirnar snúa í suður.
Sval­irn­ar snúa í suður.
Íbúðin er smekklega innréttuð.
Íbúðin er smekk­lega inn­réttuð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda