Jón Erling og Þórunn keyptu 245 milljóna einbýli

Jón Erling Ragnarsson og Þórunn Dögg Johansen hafa fest kaup …
Jón Erling Ragnarsson og Þórunn Dögg Johansen hafa fest kaup á fallegu einbýlishúsi í Hafnarfirði.

Í byrj­un árs­ins var glæsi­legt ein­býl­is­hús við Fagra­berg í Hafnar­f­irði aug­lýst til sölu. Ásett verð var 248.000.000 kr. Nú hef­ur húsið verið selt.

Jón Erl­ing Ragn­ars­son, einn af eig­end­um Mekka Wines & Spi­rits, og Þór­unn Dögg Johan­sen, einn af eig­end­um At­hygli ráðstefna, festu kaup á ein­býl­is­húsi við Fagra­berg í Hafnar­f­irði á dög­un­um.

Þau keyptu húsið af Evu Björgu Sig­urðardótt­ur kaup­sýslu­konu. Um er að ræða 340 fm ein­býli sem reist var 1984. Húsið er á tveim­ur hæðum og hef­ur verið mikið end­ur­nýjað. Eld­húsið var tekið í gegn árið 2016 og eld­hús­tæki end­ur­nýjuð. Svört granít­plata er á dökk­brúnni inn­rétt­ingu og eru flís­ar á milli efri og neðri skápa. Stof­ur, baðher­bergi og svefn­her­bergi eru máluð í dökk­grá­um lit sem ger­ir eign­ina hlý­lega. Stíll­inn held­ur sér um allt húsið og eru svart­ir, grá­ir og ljós­brún­ir mun­ir notaðir á móti gráu veggj­un­um. Gegn­heilt par­ket er í eld­húsi, stof­um og her­bergj­um og flís­ar á baðher­bergj­um, for­stofu og þvotta­húsi.

Það er því ekki skrýtið að Jón Erl­ing og Þór­unn hafi fallið fyr­ir hús­inu en nú er ein­býl­is­hús þeirra við Suður­götu 27 komið á sölu.

Húsið er málað í dökkum sveppalit að utan sem fer …
Húsið er málað í dökk­um sveppalit að utan sem fer vel við gráa glugga.
Í húsinu eru dökkar innréttingar og náttúrusteinn.
Í hús­inu eru dökk­ar inn­rétt­ing­ar og nátt­úru­steinn.
Stórir og myndarlegir gluggar prýða húsið.
Stór­ir og mynd­ar­leg­ir glugg­ar prýða húsið.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda