Fasteignamarkaðurinn er líflegur um þessar mundir eins og sést á fasteignavef mbl.is. Smartland tók saman lista yfir mest heillandi íbúðirnar akkúrat núna. Þær eiga það sameiginlegt að kosta minna en 80 milljónir.
Kugguvogur 19 - 77,5 milljónir
Við Kugguvog 19 er að finna vel skipulagða 96 fm íbúð sem er í blokk sem reist var 2019. Hvítar sprautulakkaðar innréttingar prýða eldhúsið og eru þær frá HTH. Eyja aðskilur eldhús og stofu og eru tæki frá AEG í eldhúsinu.
Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Kugguvogur 19
Víðimelur 31 - 75,5 milljónir
Við Víðimel í Reykjavík er að finna 75 fm íbúð sem er í húsi sem reist var 1937. Búið er að endurnýja íbúðina töluvert. Þar er til dæmis komið ný hvít sprautulökkuð eldhúsinnrétting með hlýlegum viðarborðplötum og parket hefur verið endurnýjað. Eldhúsið hefur verið fært inn í stofuna og er útkoman falleg.
Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Víðimelur 31
Hafnarbraut 12 F - 78,9 milljónir
Við Hafnarbraut í Kópavogi er að finna 84 fm íbúð sem er í blokk sem reist var 2021. Íbúðin er með sérinngangi, svölum og fallegum innréttingum. Hún er á fimmtu hæð og hefur að geyma fallegt útsýni.
Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Hafnarbraut 12F
Fróðengi 18 - 72,9 milljónir
Við Fróðengi í Grafarvogi er að finna 121 fm íbúð sem er í blokk sem reist var 1992. Gott skipulag er á íbúðinni og eru stórir gluggar í aðalhlutverki. Í eldhúsinu er hvít innrétting með viðarborðplötum og er eldhúsið að hluta til opið inn í stofu. Nýleg innrétting prýðir baðherbergið og er þvottahús inni ní íbúðinni. Upphituð bílageymsla er í húsinu og fylgir stæði í henni með íbúðinni.
Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Fróðengi 18
Áshamar 50 - 75,9 milljónir
Við Áshamar í Hafnarfirði er að finna 95 fm íbúð sem er í húsi sem er í byggingu. Arkís arkitektar eru hönnuðir hússins og er mikið lagt upp úr fallegum innréttingum og skipulagi. Fólk sem þráir splunkunýja íbúð og vill búa í Hafnarfirði ætti að fá eitthvað fyrir sinn snúð hér.