Egill og Elva keyptu 285 milljóna hús

Ein­býl­is­hús við Kaldak­ur í Garðabæ hef­ur skipt tvisvar um eig­end­ur á inn­an við ári. Það var aug­lýst til sölu í sept­em­ber 2024 og seld­ist fljótt og ör­ugg­lega. Nú hef­ur það verið selt aft­ur. Kaup­end­ur eru Eg­ill Arn­ar Birg­is­son og Elva Rut Erl­ings­dótt­ir, eig­end­ur versl­un­ar­inn­ar Eb­son sem flyt­ur inn gól­f­efni. Þau greiddu 285.000.000 kr. fyr­ir húsið.

Um er að ræða 236,4 fm ein­býl­is­hús í Akra­hverf­inu í Garðabæ. Það var reist 2006 og hef­ur að geyma vandaðar inn­rétt­ing­ar sem voru sér­smíðaðar hjá Hegg.

Margt í hús­inu er eft­ir­sókn­ar­vert fyr­ir utan hönn­un, and­rúms­loft og staðsetn­ingu. Þar er til dæm­is auk­in loft­hæð og 200 fm timb­ur­ver­önd í garðinum ásamt heit­um og köld­um potti og ma­t­jurta­g­arði. Í eld­hús­inu eru VOLA-blönd­un­ar­tæki og granít á borðplöt­um svo eitt­hvað sé nefnt.

Þetta eigu­lega ein­býl­is­hús stoppaði stutt við á sölu sem er ekki skrýtið því hús­in við þessa götu í Akra­hverf­inu hafa verið eft­ir­sótt. Til dæm­is var næsta hús við, Kaldak­ur 4, selt án aug­lýs­ing­ar í fyrra án nokk­urs af­slátt­ar.

Eg­ill og Elva fá húsið af­hent 1. júní 2025.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda