Jörundur fékk gott verð fyrir Brávallagötuna

Jörundur Ragnarsson leikari er búinn að selja íbúðina.
Jörundur Ragnarsson leikari er búinn að selja íbúðina. Samsett mynd

Leikarinn Jörundur Ragnarsson setti íbúð sína við Brávallagötu 24 á sölu í janúar. Um er að ræða 86 fm íbúð sem leikarinn festi kaup á árið 2007. Ásett verð var 82.900.000 kr. og seldist íbúðin á 82.000.000 kr.

Jörundur eignaðist sitt annað barn í fyrra með kærustu sinni, Magdalenu Björnsdóttur, sem er dóttir Björns Jörundar Friðbjörnssonar og Kolfinnu Baldvinsdóttur. Fyrir átti Jörundur son úr fyrra sambandi þegar hann og Magdalena hnutu um hvort annað. 

Íbúðin er á efstu hæð í húsi sem reist var 1932 og hefur verið vel við haldið. Það er eftirsótt að búa í 101 Reykjavík og Brávallagatan er allt vinsæl. 

Kaupendur íbúðarinnar eru Gylfi Þ. Gunnlaugsson og Arngunnur Árnadóttir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda