36 fm íbúð með baðkari í eldhúsinu vekur athygli

Baðkarið nýtur sín vel í eldhúsinu.
Baðkarið nýtur sín vel í eldhúsinu.

Við Miðstræti 10 í Reykjavík er að finna íbúð á efstu hæð. Húsið var teiknað og reist af Einari J. Pálssyni, sem hafði lært bæði húsateiknun og húsamálun í Kaupmannahöfn. Hann teiknaði gamla Iðnskólann við Lækjargötu. Hann bjó sjálfur í húsinu og var mikið lagt í alla hönnun þess. Á húsinu er útbyggt stigahús á gafli sem gefur húsinu mikinn karakter. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir að vindskeiðar séu útskornar af Stefáni Eiríkssyni myndskera og að húsið hafi verið ennþá skrautlegra þegar það var reist 1904. Þegar það var reist var það eitt veglegasta húsið í bænum.

Íbúðin sem um ræðir er 36 fm og er plássið nýtt svo vel að baðkarið er í eldhúsinu til þess að ekkert pláss fari til spillis.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Miðstræti 10 

Húsið við Miðstræti þótti mikið skrauthýsi þegar það var reist.
Húsið við Miðstræti þótti mikið skrauthýsi þegar það var reist.
Gólffjalirnar eru lakkaðar hvítar.
Gólffjalirnar eru lakkaðar hvítar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda