Ný Stockholm-lína loksins afhjúpuð

Ný Stockholm-lína Ikea hefur að geyma glerljós sem má fara …
Ný Stockholm-lína Ikea hefur að geyma glerljós sem má fara í uppþvottavél, glerskápa undir sparistell og skáp með rattan-rennihurðum svo eitthvað sé nefnt. Samsett mynd

Västra Träd­gårds­gat­an 9 í miðbæ Stokk­hólms skartaði sínu feg­ursta þegar splunku­ný Stockholm-lína Ikea var kynnt fyr­ir litl­um hópi á dög­un­um. Til þess að sýna lín­una í réttu ljósi og til að auka hug­hrif viðstaddra var búið að inn­rétta íbúð á tveim­ur hæðum við fyrr­nefnda götu. Slegið var upp teiti í íbúðinni þar sem hönnuðir lín­unn­ar voru sam­an­komn­ir ásamt stjórn­end­um Ikea og gest­um víða af úr heim­in­um. 

Árið 1985, eða fyr­ir 40 árum, frum­sýndi Ikea sína fyrstu Stockholm-línu. Síðan þá hef­ur ný lína litið dags­ins ljós nokkr­um sinn­um og hafa vör­urn­ar þótt eft­ir­sótt­ar. Biðin eft­ir nýrri Stocholm-línu hef­ur tekið á en sjö ár eru síðan síðasta lína kom á markað. Hún inni­hélt hluti sem þykja móðins á Íslandi og líka víða um heim. 

Glerljósið í línunni vakti mikla athygli þegar línan var forsýnd …
Gler­ljósið í lín­unni vakti mikla at­hygli þegar lín­an var for­sýnd fyr­ir þröng­an hóp á dög­un­um. Stól­arn­ir og borðið eru líka úr lín­unni.
Ljós eik er áberandi í línunni.
Ljós eik er áber­andi í lín­unni.

Frísk­legt yf­ir­bragð 

Meira er lagt í Stockholm-lín­una en geng­ur og ger­ist hjá Ikea og eru hlut­ir í henni ör­lítið dýr­ari. Verðið er þó alls ekki óyf­ir­stíg­an­legt á þess­um 90 hönn­un­ar­vör­um sem frum­sýnd­ar verða hér­lend­is á fimmtu­dag­inn. Ber þar að nefna kubba-sófa sem hægt er að raða sam­an að vild og koma þeir í nokkr­um lit­um og efn­um. Þar eru líka bóka­hill­ur í ljós­um við og úr dökk­um við, lít­il sófa­borð sem fal­legt er að raða sam­an, gler­skáp­ar sem smellpassa bæði und­ir sparistell en líka fyr­ir skó og fylgi­hluti séu þeir hafðir í svefn­her­bergi. Einn af flottutu hlut­um lín­unn­ar er stofu­skáp­ur með ratt­an-renni­h­urðum sem lík­legt er að sleg­ist verði um. 

Stór hóp­ur af hönnuðum kom sam­an til að búa til Stocholm-lín­una og fékk hönnuður­inn Kar­in Gustavs­son það verk­efni að stýra hönn­un­art­eym­inu.

Þessi glerskápur státar af frísklegri hönnun og setur svip á …
Þessi gler­skáp­ur stát­ar af frísk­legri hönn­un og set­ur svip á heim­ili.

„Skandína­vísk hönn­un snýst um sí­gild­an ein­fald­leika eins og fal­lega lita­sam­setn­ingu, nátt­úr­leg hrá­efni og form. Mér finnst ótrú­lega gam­an að vinna með mót­vægi þar sem eitt­hvað mjúkt eins og ull er notað sem ein­hverju glans­andi og eins og gleri. Sam­an skapa hrá­efn­in ein­stakt og áhuga­vert út­lit,“ seg­ir Kar­in sem hef­ur unnið fyr­ir Ikea í 20 ár en hún er hönnuður að mennt. 

„Fram­leiðslan var einnig lyk­il­atriði í að finna réttu gæðin en þar sem við höf­um lengi verið í góðum sam­skipt­um við fram­leiðend­ur gát­um við blásið lífi í línu sem ljóm­ar af fal­legri hönn­un og hand­verki á verði sem ég er afar stolt af,“ seg­ir hún. 

Hér má sjá skáp með rattan-rennihurðum sem á án efa …
Hér má sjá skáp með ratt­an-renni­h­urðum sem á án efa eft­ir að verða vin­sæll hjá lands­mönn­um.
Græni liturinn er að koma sterkur inn á heimili landsins.
Græni lit­ur­inn er að koma sterk­ur inn á heim­ili lands­ins.

Gler­ljós sem má fara í uppþvotta­vél

Í lín­unni er hang­andi gler­ljós sem vakti mikla at­hygli þegar lín­an var kynnt í Stokk­hólmi. Ljósið er hannað af Nike Karls­son. Hann seg­ir að hönn­un­ar­ferlið hafi tekið ör­lítið á. 

„Kar­in var með ákveðnar hug­mynd­ir fyr­ir loft­ljósið sem mér fannst skemmti­leg­ar en ég átti þó erfitt með að sjá það fyr­ir mér svona í upp­hafi. Ég ætlaði að nota við eða tex­tíl en að lok­um var það gler sem átti vinn­ing­inn og smellpassaði við hönn­un­ina,“ seg­ir Nike Karls­son en ljósið er ekki bara hönn­un­ar­legt og smart held­ur er það líka nokkuð praktískt því það má tína það af grind­inni og setja það í uppþvotta­vél þegar það er orðið skít­ugt. 

Hér er skápurinn með rattan-rennihurðunum sýndur í klassísku sænsku umhverfi …
Hér er skáp­ur­inn með ratt­an-renni­h­urðunum sýnd­ur í klass­ísku sænsku um­hverfi þar sem skrautlist­ar prýða vegg­ina. Takið eft­ir lamp­an­um uppi á skápn­um, hann er líka úr lín­unni.
Hér má sjá sófa úr Stockholm-línunni sem er mjúkur og …
Hér má sjá sófa úr Stockholm-lín­unni sem er mjúk­ur og þægi­leg­ur.

Stór­borg­ar­legt yf­ir­bragð?

„Það mætti ætla að vöru­lína sem kall­ast­Stockholm sé með stór­borg­ar­brag yfir sér. Fyr­ir þessa línu sótt­um við inn­blást­ur út fyr­ir borg­ar­mörk­in, í nátt­úr­una og eyj­arn­ar í kring. Við unn­um með sænsk­um birgja til að fá furu í hæsta gæðaflokki. Fólk hugs­ar oft um furu sem ódýrt hrá­efni en feg­urð gæðaf­uru er óviðjafn­an­leg og það má sjá á bæði sóf­an­um og bekkn­um. Sóf­inn er sá fyrsti í úr­vali okk­ar án svamps. Hann er úr 100% bóm­ull­ar­blöndu og fyllt­ur með kókó­strefj­um og pokag­orm­um. Þegar þú sest í hann heyr­ir þú í gæðunum,“ seg­irNike Karls­son. 

Hlut­ir til að elska um ókom­in ár

Í lín­unni eru ekki bara hús­gögn held­ur skraut­mun­ir, borðbúnaður og tex­tíll. Þar er til dæm­is að finna hand­unn­ar gólf­mott­ur sem setja svip á hvert heim­ili. 

„Hver ein­asta vara í lín­unni er sí­gild og fal­legt. Þar er eitt­hvað sem þú get­ur átt og elskað um ókom­in ár,“ seg­ir Paul­in Machado hönnuður og bæt­ir við: 

„Upp­á­haldsvör­urn­ar mín­ar eru mott­urn­ar með birki­mynstr­inu. Það er magnað að vinna með handofið efni og verða vitni að ótrú­legri færni sem hef­ur gengið á milli kyn­slóða. Það tek­ur mörg ár að verða fær vefari en hver motta er gerð af tveim­ur hand­verkslista­mönn­um á nokkr­um dög­um. Þeir sitja hlið við hlið og vinna með eina hlið mott­unn­ar þar sem þeir vefa í takt. Fólk held­ur kannski að það sé ein­falt að vefa en sann­leik­ur­inn er sá að það krefst mik­ill­ar færni. Val á lit­um, áferð, hversu þétt er togað í hvern þráð, hver ákvörðun hef­ur áhrif á loka­út­kom­una,“ seg­ir Machado. 

Svarti blómavasinn er úr línunni og líka stóllinn sem er …
Svarti blóma­vasinn er úr lín­unni og líka stóll­inn sem er með ofnu áklæði.
Ljós viður er að koma sterkur inn eins og sést …
Ljós viður er að koma sterk­ur inn eins og sést hér.
Þessi stofuskápur er úr eikarspóni.
Þessi stofu­skáp­ur er úr eik­ar­spóni.
Þessi lampi á án efa eftir að lýsa upp íslenskt …
Þessi lampi á án efa eft­ir að lýsa upp ís­lenskt skamm­degi síðar á þessu ári.
Hér er lægri útgáfa af skápnum sem er líka spónlagður …
Hér er lægri út­gáfa af skápn­um sem er líka spón­lagður með eik.
Hér má sjá handofna mottu úr Stockholm-línunni.
Hér má sjá handofna mottu úr Stockholm-lín­unni.
Í línunni eru gylltir bakkar sem eru fallegir undir glös.
Í lín­unni eru gyllt­ir bakk­ar sem eru fal­leg­ir und­ir glös.
Mikið var lagt upp úr því að það væri þægilegt …
Mikið var lagt upp úr því að það væri þægi­legt að sitja í þess­um stól þegar hann var hannaður.
Hér má sjá glerljósin saman en þau koma í tveimur …
Hér má sjá gler­ljós­in sam­an en þau koma í tveim­ur út­gáf­um.
Í línunni er fallegur borðbúnaður sem hentar fyrir hina veisluglöðu.
Í lín­unni er fal­leg­ur borðbúnaður sem hent­ar fyr­ir hina veisluglöðu.
Í línunni er töluvert af textílvörum eins og þessum gluggatjöldum …
Í lín­unni er tölu­vert af tex­tíl­vör­um eins og þess­um glugga­tjöld­um sem eru fer­lega sænsk.
Glerskápurinn vakti athygli þegar línan var kynnt.
Gler­skáp­ur­inn vakti at­hygli þegar lín­an var kynnt.
Þessar bókahillur koma í tveimur viðartegundum, svona dökkar og svo …
Þess­ar bóka­hill­ur koma í tveim­ur viðar­teg­und­um, svona dökk­ar og svo úr eik.
Það kemur vel út að hafa bókahillurnar tvær saman, hlið …
Það kem­ur vel út að hafa bóka­hill­urn­ar tvær sam­an, hlið við hlið, en þó ekki al­veg upp að hvor ann­arri.
Hér má sjá svarta stóla við eikarborð.
Hér má sjá svarta stóla við eik­ar­borð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda