Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, auglýsir tvö ljós frá Umage til sölu á sölusíðunni Húsgögn til sölu á Facebook. Ljósin eru glæný og hafa aldrei verið notuð að sögn Simma. Ljósin eru kremlituð, skreytt fjöðrum og minna helst á ský á himni.
„Glæný tvö ljós frá Umage. Aldrei verið notuð. Fást saman á 60.000 kr,“ skrifar Simmi við auglýsinguna.
Ljósin hafa verið vinsæl hér á landi um nokkurra ára bil og hafa þótt falleg í hjóna- eða barnaherbergi.
Smartland sagði frá því í síðustu viku að Hafrún Hafliðadóttir, kærasta Simma, hafi sett fjölskylduhúsið á sölu. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og því er húsið hentugt fyrir stóra fjölskyldu.