Árni Páll og Sara selja 158 milljóna útsýnisíbúð

Árni Páll Árnason og Sara Linn­eth Lovísu­dótt­ir Casta­neda.
Árni Páll Árnason og Sara Linn­eth Lovísu­dótt­ir Casta­neda.

Tón­list­armaður­inn Árni Páll Árna­son, Herra hnetu­smjör, og kær­asta hans, Sara Linn­eth Lovísu­dótt­ir Casta­neda, hafa sett 168 fm íbúð sína í Kópa­vogi á sölu. Um er að ræða efstu hæð í blokk í Kárs­nes­inu en parið keypti íbúðina þegar hún var splunku­ný. Blokk­in sjálf var reist 2024. 

Herra hnetu­smjör syng­ur um íbúðina í lag­inu Elli Eg­ils og er þá að vísa í heita pott­inn á svöl­un­um íbúðar­inn­ar sem þykir heil­mik­ill lúx­us. Á svöl­un­um er þó ekki bara heit­ur pott­ur held­ur líka saunu-klefi. 

Heim­ili Árna Páls og Söru er smekk­lega inn­réttað með fal­leg­um hús­mun­um, skrauti og lista­verk­um. Og að sjálf­sögðu er verk eft­ir Ella Eg­ils á besta stað í stofu. 

„Ég set búnt á skenk­inn, Elli Eg­ils á vegg­inn,“ seg­ir í lag­inu. 

Hér er hægt að hlusta á lagið: 

Sjá nán­ar á fast­eigna­vef mbl­is: Hafn­ar­braut 8

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda