Margrét Ásgeirsdóttir selur arkitektahöllina

Margrét Ásgeirsdóttir fjárfestir hefur sett glæsihús sitt á sölu.
Margrét Ásgeirsdóttir fjárfestir hefur sett glæsihús sitt á sölu. Samsett mynd

Mar­grét Ásgeirs­dótt­ir lækn­ir og fjár­fest­ir hef­ur sett glæsi­hús sitt við Skelja­tanga á sölu. Um er að ræða 508 fm glæsi­hýsi sem reist var 2008. Hjör­leif­ur Stef­áns­son arki­tekt hannaði húsið og hef­ur það vaktið at­hygli fyr­ir smekk­leg­heit. 

Mar­grét festi kaup á hús­inu 2013 og hef­ur búið í því síðan. Húsið er al­veg við sjó­inn og trón­ir á góðum stað þar sem út­sýni er óskert. 

„Gengið er inn í húsið um tvö­falda stóra viðar­h­urð inn í rúm­gott and­dyri með nátt­úru­steini á gólfi, inn­byggðum fata­skáp og stór­um loft­glugga sem gef­ur mikla birtu. Úr and­dyr­inu er gengið niður nokk­ur þrep inn í aðal­rýmið, til hægri er gengið inn í þvotta­hús og hliðar­inn­gang, og til vinstri inn í auka­stofu, gestabað og svefn­her­bergi með vinnuaðstöðu og baðher­bergi,“ seg­ir í fast­eigna­aug­lýs­ingu á mbl.is. 

Í aðal­rými er stórt eld­hús, borðstofa, kaffi­stofa og aðal­stofa og þaðan er út­gengi út í garð. Í eld­hús­inu eru sér­smíðaðar inn­rétt­ing­ar í hvít­um lit og er þar stór eyja með ný­legri marm­ara­borðplötu sem var sett á inn­rétt­ing­una 2024. 

Sjá nán­ar á fast­eigna­vef mbl.is: Skelja­tangi 9

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda