Margrét Ásgeirsdóttir læknir og fjárfestir hefur sett glæsihús sitt við Skeljatanga á sölu. Um er að ræða 508 fm glæsihýsi sem reist var 2008. Hjörleifur Stefánsson arkitekt hannaði húsið og hefur það vaktið athygli fyrir smekklegheit.
Margrét festi kaup á húsinu 2013 og hefur búið í því síðan. Húsið er alveg við sjóinn og trónir á góðum stað þar sem útsýni er óskert.
„Gengið er inn í húsið um tvöfalda stóra viðarhurð inn í rúmgott anddyri með náttúrusteini á gólfi, innbyggðum fataskáp og stórum loftglugga sem gefur mikla birtu. Úr anddyrinu er gengið niður nokkur þrep inn í aðalrýmið, til hægri er gengið inn í þvottahús og hliðarinngang, og til vinstri inn í aukastofu, gestabað og svefnherbergi með vinnuaðstöðu og baðherbergi,“ segir í fasteignaauglýsingu á mbl.is.
Í aðalrými er stórt eldhús, borðstofa, kaffistofa og aðalstofa og þaðan er útgengi út í garð. Í eldhúsinu eru sérsmíðaðar innréttingar í hvítum lit og er þar stór eyja með nýlegri marmaraborðplötu sem var sett á innréttinguna 2024.