Funkishús sem ekki er búið að eyðileggja

Húsið var reist 1934.
Húsið var reist 1934.

Það hef­ur lengi þótt eft­ir­sókn­ar­vert að búa við Lauf­ás­veg í Reykja­vík. Nú er funk­is­hús, sem reist var 1934, komið á sölu. Húsið er teiknað af Sig­urði Guðmunds­syni arki­tekt og er 368 fm að stærð. Húsið er við Lauf­ás­veg 62. Óskað er eft­ir til­boði í húsið.

Húsið stend­ur á góðum stað í Þing­holt­un­um og er hönn­un þess ein­kenn­andi fyr­ir arki­tekt­úr þess tíma. Hugsað hef­ur verið um húsið en það er þó ekki búið að eyðileggja það með 2007-inn­rétt­ing­um eða öðru prjáli sem stenst illa tím­ans tönn.

Heim­ilið er heim­il­is­legt en þar er að finna ein­stakt lista­verka­safn, bæk­ur, an­t­ík­muni og aðra hluti sem segja sögu mann­eskju sem hef­ur átt áhuga­vert lífs­hlaup.

Í kring­um húsið er stór og mynd­ar­leg­ur garður sem er vel gró­inn og heill­andi.

Hægt er að skoða húsið nán­ar á fast­eigna­vef mbl.is: Lauf­ás­veg­ur 62

Í kringum húsið er gróinn garður.
Í kring­um húsið er gró­inn garður.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda