Hrönn og Steven keyptu 240 milljóna leikarahöll

Hrönn Sveinsdóttir og Stephen Meyers keyptu leikarahöll.
Hrönn Sveinsdóttir og Stephen Meyers keyptu leikarahöll. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Kvik­mynda­gerðar­kon­an Hrönn Sveins­dótt­ir og eig­inmaður henn­ar, Steven Reid Meyers, for­stöðumaður kvik­mynda­deild­ar Lista­há­skóla Íslands, hafa fest kaup á sögu­frægu húsi í 101 Reykja­vík. Um er að ræða ein­býl­is­hús við Lauf­ás­veg í Reykja­vík. Húsið var reist 1915 og er 341,3 fm að stærð. Húsið var lengi í eigu leik­ara­hjón­anna, Erl­ings Gísla­son­ar og Brynju Bene­dikts­dótt­ur, sem nú eru fall­in frá. 

Húsið við Lauf­ás­veg er svip­sterkt á fjór­um hæðum. Kjall­ari húss­ins er 113 fm, fyrsta hæð er 112,1 fm, efri hæð er 80 fm og svo er sér­stakt ris­loft í hús­inu sem er 65,8 fm. 

Glugg­ar húss­ins eru boga­dregn­ir en úr hús­inu er út­sýni yfir gömlu Reykja­vík, Tjörn­ina og um­hverfið þar í kring. 

Hrönn og Steven greiddu 240.000.000 kr. fyr­ir húsið en þau bjuggu áður í par­húsi við Hring­braut í Reykja­vík. 

Smart­land ósk­ar hjón­un­um hjart­an­lega til ham­ingju!

Húsið við Laufásveg 22 er sérlega fallegt.
Húsið við Lauf­ás­veg 22 er sér­lega fal­legt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda