Kvikmyndagerðarkonan Hrönn Sveinsdóttir og eiginmaður hennar, Steven Reid Meyers, forstöðumaður kvikmyndadeildar Listaháskóla Íslands, hafa fest kaup á sögufrægu húsi í 101 Reykjavík. Um er að ræða einbýlishús við Laufásveg í Reykjavík. Húsið var reist 1915 og er 341,3 fm að stærð. Húsið var lengi í eigu leikarahjónanna, Erlings Gíslasonar og Brynju Benediktsdóttur, sem nú eru fallin frá.
Húsið við Laufásveg er svipsterkt á fjórum hæðum. Kjallari hússins er 113 fm, fyrsta hæð er 112,1 fm, efri hæð er 80 fm og svo er sérstakt risloft í húsinu sem er 65,8 fm.
Gluggar hússins eru bogadregnir en úr húsinu er útsýni yfir gömlu Reykjavík, Tjörnina og umhverfið þar í kring.
Hrönn og Steven greiddu 240.000.000 kr. fyrir húsið en þau bjuggu áður í parhúsi við Hringbraut í Reykjavík.
Smartland óskar hjónunum hjartanlega til hamingju!