Hversu dýra fasteign getur þú keypt?

Tinna Bryde, fasteignasali hjá Pálsson fasteignasölu, svarar spurningum frá lesendum …
Tinna Bryde, fasteignasali hjá Pálsson fasteignasölu, svarar spurningum frá lesendum Smartlands. Samsett mynd

Tinna Bryde, fast­eigna­sali hjá Páls­son fast­eigna­sölu, svar­ar spurn­ing­um les­enda hvað varðar fast­eign­ir og fast­eigna­kaup. 

Hæ,

nú er farið að þrengja aðeins hjá okk­ur í fjöl­skyld­unni og okk­ur vant­ar að stækka við okk­ur. Hvernig finn ég út hversu dýra fast­eign ég get keypt?

Kveðja, 

BH

Sæl og takk kær­lega fyr­ir spurn­ing­una!

Þegar þú ert að meta hversu dýra fast­eign þú get­ur keypt, þá eru tvö atriði sem skipta mestu máli:

  1. Eigið fé – hvað átt þú mikla pen­inga til út­borg­un­ar?

Lán­veit­end­ur lána yf­ir­leitt allt að 80% af kaup­verði fast­eign­ar. Því þarftu að eiga að minnsta kosti 20% sjálf/​ur. Fyrstu kaup­end­ur þurfa hins veg­ar að eiga 15%.

Dæmi:

Ef þú ert að skoða 80 millj­óna króna eign:

  • Fyrsti kaup­andi þarf að eiga 12 millj­ón­ir.
  • Aðrir kaup­end­ur þurfa að eiga 16 millj­ón­ir.

Ef þú átt fast­eign í dag og eigið fé þitt er bundið í eign­inni þá er eigið fé mis­mun­ur­inn á markaðsvirði eign­ar­inn­ar og þeim lán­um sem hvíla á henni. Þú get­ur fengið verðmat hjá fast­eigna­sala eða notað ein­föld verk­færi á net­inu eins og til dæm­is verðmat.is til að áætla virði á eign­inni þinni.

      2. Greiðslu­geta – hvað get­ur þú greitt af láni?

Hér skoðum við regl­ur um heild­ar­greiðslu­byrði lána og bráðabirgðagreiðslu­mat:

  • Regl­ur Seðlabank­ans um greiðslu­byrði: Af­borg­un lána má ekki vera hærri en 40% hjá fyrstu kaup­end­um og 35% hjá öðrum - af ráðstöf­un­ar­tekj­um heim­il­is­ins. Dæmi: Ef ráðstöf­un­ar­tekj­urn­ar eru 1.000.000 kr. á mánuði, þá má greiðslu­byrði lána ekki fara yfir 350.000–400.000 kr.
  • Bráðabirgðagreiðslu­mat: Flest­ar lána­stofn­an­ir bjóða upp á bráðabirgðagreiðslu­mat á heimasíðum sín­um. Það er ókeyp­is og hjálp­ar þér að sjá hversu háu láni þú get­ur greitt af, miðað við tekj­ur, skuld­ir og fram­færslu.

Góður und­ir­bún­ing­ur skipt­ir máli. Ef þú veist hvað þú átt mikið eigið fé og hef­ur hug­mynd um greiðslu­getu þína, þá ertu í betri stöðu þegar kem­ur að því að leita að réttu eign­inni og leggja inn kauptil­boð. Það get­ur líka skipt máli gagn­vart selj­anda – þeir eru oft­ar til­bún­ir að taka til­boði frá kaup­anda sem er vel und­ir­bú­inn.

Kær kveðja,

Tinna Bryde fast­eigna­sali. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda