Tinna Bryde, fasteignasali hjá Pálsson fasteignasölu, svarar spurningum lesenda hvað varðar fasteignir og fasteignakaup.
Hæ,
nú er farið að þrengja aðeins hjá okkur í fjölskyldunni og okkur vantar að stækka við okkur. Hvernig finn ég út hversu dýra fasteign ég get keypt?
Kveðja,
BH
Sæl og takk kærlega fyrir spurninguna!
Þegar þú ert að meta hversu dýra fasteign þú getur keypt, þá eru tvö atriði sem skipta mestu máli:
Lánveitendur lána yfirleitt allt að 80% af kaupverði fasteignar. Því þarftu að eiga að minnsta kosti 20% sjálf/ur. Fyrstu kaupendur þurfa hins vegar að eiga 15%.
Dæmi:
Ef þú ert að skoða 80 milljóna króna eign:
Ef þú átt fasteign í dag og eigið fé þitt er bundið í eigninni þá er eigið fé mismunurinn á markaðsvirði eignarinnar og þeim lánum sem hvíla á henni. Þú getur fengið verðmat hjá fasteignasala eða notað einföld verkfæri á netinu eins og til dæmis verðmat.is til að áætla virði á eigninni þinni.
2. Greiðslugeta – hvað getur þú greitt af láni?
Hér skoðum við reglur um heildargreiðslubyrði lána og bráðabirgðagreiðslumat:
Góður undirbúningur skiptir máli. Ef þú veist hvað þú átt mikið eigið fé og hefur hugmynd um greiðslugetu þína, þá ertu í betri stöðu þegar kemur að því að leita að réttu eigninni og leggja inn kauptilboð. Það getur líka skipt máli gagnvart seljanda – þeir eru oftar tilbúnir að taka tilboði frá kaupanda sem er vel undirbúinn.
Kær kveðja,
Tinna Bryde fasteignasali.
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Tinnu spurningu HÉR.