Óttar selur 119 milljóna slot

Óttar Guðna­son kvik­mynda­tökumaður hef­ur sett íbúð sína við Fram­nes­veg á sölu. Íbúðin er eins og lista­verk því hús­mun­um og öllu því sem Óttar hef­ur sankað að sér í gegn­um tíðina er raðað upp á heill­andi hátt. Íbúðin er 109 fm að stærð og er í húsi sem reist var 2019. Um er að ræða efstu hæð og eru tvenn­ar sval­ir sem fylgja íbúðinni. Mikið er lagt upp úr hljóðvist í íbúðinni en á gólf­um er gegn­heilt Chevr­on-par­ket, vandaðar flís­ar á vot­rým­um og lit­ríkt teppi á stig­an­um sem er á milli hæða. Auk þess eru hljóðmott­ur frá Eb­son í öll­um loft­un­um.

Í eld­hús­inu er gott skápapláss, eyja og Smeg-gaselda­vél svo eitt­hvað sé nefnt.

Sjá nán­ar á fast­eigna­vef mbl.is: Fram­nes­veg­ur 40

Óttar Guðnason tökumaður nýtur velgengni á sínu sviði.
Óttar Guðna­son tökumaður nýt­ur vel­gengni á sínu sviði.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda