Jón og Runólfur keyptu 435 milljóna hús í miðbænum

Einbýlishús við Suðurgötu 26 var ekki lengi á sölu.
Einbýlishús við Suðurgötu 26 var ekki lengi á sölu.

Rík­is­sjóður Íslands aug­lýsti fast­eign sína við Suður­götu 26 til sölu á dög­un­um. Húsið er oft nefnt Skóla­bær og er 406,7 fm að stærð. Húsið var reist 1928 og þykir setja svip sinn á miðbæ Reykja­vík­ur. Ásett verð var 465.000.000 kr.

Í raun­inni var um tvær fast­eign­ir að ræða því gamli Skóla­bær stend­ur á lóðinni og þarfn­ast það hús alls­herj­ar­end­ur­nýj­un­ar og er ytra byrði þess friðað. Það hús var reist 1867 og er um 110 fm að stærð.

Húsið var hannað af Guðjóni Samú­els­syni og Hjálm­ari Sveins­syni. Nú hef­ur það verið selt.

Kaup­end­ur eru hjón­in Jón Aðal­björn Jóns­son og Run­ólf­ur Vig­fús Jó­hanns­son. Þeir reka fé­lög­in Esko og Burð svo ein­hver fé­lög séu nefnd. Þeir greiddu 435.000.000 kr. fyr­ir húsið.

Smart­land ósk­ar Jóni og Run­ólfi til ham­ingju með húsið! 

Bogadreginn gluggi setur svip sinn á húsið.
Boga­dreg­inn gluggi set­ur svip sinn á húsið.
Í húsinu er að finna fallegt handverk eins og þetta …
Í hús­inu er að finna fal­legt hand­verk eins og þetta hand­rið.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda