Tók 110% lán fyrir fyrstu íbúðinni

Tinna Brá Baldvinsdóttir eigandi Hrím keypti sína fyrstu íbúð árið …
Tinna Brá Baldvinsdóttir eigandi Hrím keypti sína fyrstu íbúð árið 2005. Þá var hún 21 árs. Morgunblaðið/Eggert

Tinna Brá Bald­vins­dótt­ir, eig­andi hönn­un­ar­versl­un­ar­inn­ar Hríms, festi kaup á sinni fyrstu íbúð árið 2005. Hún seg­ist ekki hafa safnað nein­um pen­ing­um því að það voru svo mik­il lán í boði.

Tinna Brá var 21 árið 2005 þegar hún keypti sína fyrstu íbúð. Hún seg­ir að tím­arn­ir hafi breyst frá þess­um tíma. Spurð að því hvernig hún hafi safnað sér fyr­ir íbúð seg­ist hún ekki hafa safnað neinu. Bank­arn­ir voru æst­ir í að lána fólki pen­inga á ár­un­um fyr­ir hrun og Tinna Brá naut góðs af því.

„Það var engu safnað. Við tók­um 100% lán og feng­um 10% auka starfs­mannalán hjá Ari­on. Þetta var í boði árið 2005. 10% auka fór í að gera íbúðina upp,“ seg­ir Tinna Brá og hlær og bæt­ir við:

„Þetta var al­veg galið,“ seg­ir hún.

Varstu að vinna í Ari­on banka á þess­um tíma?

„Nei, fyrr­ver­andi maður minn var þar, ég var í arki­tektanám­inu í Lista­há­skól­an­um en vann með skól­an­um hjá JKE Design að teikna inn­rétt­ing­ar. Ég var svo hepp­in að fá gott starfs­manna­verð þar og teikna vandað eld­hús og baðher­bergi,“ seg­ir Tinna.

Íbúðin sem Tinna keypti var 120 fm að stærð og kostaði 16.500.000 kr.

„Við tók­um auka 1.500.000 kr. lán fyr­ir par­keti og inn­rétt­ing­um,“ seg­ir hún og bæt­ir við:

„Við seld­um hana svo rúmu ári seinna á 23.700.000 kr. Okk­ur fannst það mjög góð ávöxt­un.“

Síðan þá hef­ur Tinna verið í ýmsu fast­eigna­brasi.

„Ég er búin að gera upp tvö risa­stór hús, eiga hæðir og par­hús yfir í litla blokka­r­í­búð. Ég er ein­mitt í fast­eigna­hug­leiðing­um núna og lang­ar alls ekki í stórt hús aft­ur. Það er búið að vera svo gott að búa í lít­illi íbúð aft­ur í tæp fimm ár tveim­ur börn­um rík­ari. Núna lang­ar mig samt aft­ur í stórt eld­hús til að njóta mín í elda­mennsk­unni og skella mér svo í heitt bað,“ seg­ir Tinna sem fann ást­ina á ný eft­ir skilnað í örm­um Ara Eld­járn uppist­and­ara.

Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir reka tvö heimili.
Ari Eld­járn og Tinna Brá Bald­vins­dótt­ir reka tvö heim­ili.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda