Miðbærinn, Vesturbærinn, Seltjarnarnesið og Fossvogurinn eftirsótt

Jason Kristinn Ólafsson stofnaði fasteignastofuna Betri stofuna fyrir ári.
Jason Kristinn Ólafsson stofnaði fasteignastofuna Betri stofuna fyrir ári. Samsett mynd

Ja­son Krist­inn Ólafs­son, einn af eig­end­um fast­eigna­söl­unn­ar Betri stof­unn­ar, finn­ur fyr­ir því að fast­eigna­markaður­inn sé að hress­ast eft­ir að Seðlabank­inn fór að lækka stýri­vexti.

Ja­son seg­ir að lækk­un stýri­vaxta sjá­ist á fast­eigna­markaðinum. Hvernig lýs­ir þetta sér?

„Það þýðir að fleiri eru að mæta í opin hús, sum­ar eign­ir selj­ast á yf­ir­verði fyr­ir opin hús,“ seg­ir hann og bæt­ir við:

„Fyrstu kaup­end­ur hafa meiri tæki­færi sam­hliða vaxta­stigi, eng­in spurn­ing,“ seg­ir hann.

Hvaða hverfi eru vin­sæl­ust núna?

„Miðbær­inn, Vest­ur­bær­inn, Seltjarn­ar­nesið, Foss­vog­ur­inn og Laug­ar­dal­ur­inn eru alltaf vin­sæl­ust. Einnig eru ákveðin hverfi vin­sæl í Kópa­vogi og Garðabæ.“

Hvernig er best að und­ir­búa hús­næði und­ir sölu?

„Við mæl­um með að selj­end­ur fái verðmat á eign­ina sína. Með því fær selj­and­inn bet­ur á til­finn­ing­una hvert verðmætið er á sinni eign. Næsta skref er að fá fag­ljós­mynd­ara til að mynda eign­ina og þeir fagaðilar eru með góða punkta til að und­ir­búa eign­ina fyr­ir mynda­töku.“

Jason segir að fasteignaljósmyndun skipti mjög miklu máli ef íbúð …
Ja­son seg­ir að fast­eigna­ljós­mynd­un skipti mjög miklu máli ef íbúð á að selj­ast fljótt og ör­ugg­lega.

Hvað virk­ar alls ekki þegar fast­eign er aug­lýst til sölu?

„Lé­leg­ar mynd­ir eru dæmi um það. Verðlagn­ing er einnig mjög mik­il­væg því maður sér oft að eign­ir eru lengi í sölu vegna verðlagn­ing­ar.“

Hvernig á fólk að fara að því að eign­ast sína fyrstu íbúð?

„Að eiga að minnsta kosti 10% af kaup­verðinu. Í ein­hverj­um til­vik­um koma for­eldr­ar að sem eig­end­ur lít­ils hluta svo að auðveld­ara sé að kom­ast í gegn­um greiðslu­mat.“

Jason segir að markaðurinn sé á uppleið.
Ja­son seg­ir að markaður­inn sé á upp­leið.

Hvert er besta sparnaðarráðið í þínum huga?

„Að leggja til hliðar og eiga því meira eigið fé.“

Hvernig sérðu fyr­ir þér að þetta ár verði á markaðinum?

„Markaður­inn er á upp­leið og þeir sem eru að hugsa um að kaupa ættu að hugsa til þess að verð mun hækka á næstu mánuðum.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda