Slæm lýsing getur skemmt rýmið

Rýmið gengur betur upp ef lýsingin er góð.
Rýmið gengur betur upp ef lýsingin er góð. Samsett mynd

Sandra Dís Sig­urðardótt­ir er menntaður inn­an­húss­arki­tekt úr hinum virta skóla IED í Mílanó. Hún flutti heim til Íslands eft­ir námið og lauk námi í lýs­ing­ar­hönn­un við Tækni­skól­ann. Í dag er hún sjálf­stætt starf­andi inn­an­húss­arki­tekt og lýs­ing­ar­hönnuður.

Helstu verk­efni Söndru núna eru ein­býl­is­hús og skrif­stof­ur. Hún tek­ur einnig að sér lýs­ing­ar­hönn­un en hef­ur und­an­farið verið að leggja meiri áherslu á inn­an­húss­hönn­un­ina. Hún seg­ir lang­skemmti­leg­ustu verk­efn­in vera þau þegar hún fær að fylgja hús­inu í gegn­um allt ferlið í stað þess að taka fyr­ir eitt og eitt rými.

„Fólk átt­ar sig meira á gildi góðrar lýs­ing­ar þegar það sér hana því þá virk­ar rýmið svo vel. En þegar lýs­ing­in er slæm þá get­ur hún skemmt rýmið og stemn­ing­una. Þetta er til að mynda aug­ljóst þegar farið er til dæm­is á veit­ingastað þar sem nán­ast ein­göngu er flúr­lýs­ingu. Þá hef­ur maður eng­an áhuga á að sitja þarna og hafa það nota­legt. Það er meira bara að borða og drífa sig út,“ seg­ir Sandra.

„Lýs­ing hef­ur gríðarleg áhrif á þig án þess að þú fatt­ir það endi­lega. Það er það sem mér finnst skemmti­leg­ast við lýs­ing­una. Fólk er kannski komið með fín­ar inn­rétt­ing­ar og lýs­ing­in get­ur annað hvort betr­um­bætt eða dregið úr.“

En hvaða mis­tök ger­ir fólk helst þegar kem­ur að lýs­ingu?

„Fólk er oft með of mikla lýs­ingu og kannski aðeins eina gerð lýs­ing­ar, svo sem ein­falda lampa í loft­un­um og hell­ing af þeim í stað þess að hafa þetta breyti­legt. Á heim­il­inu viltu hafa góða lýs­ingu þegar þú ert að læra með krökk­un­um eða við þrif. En svo viltu líka geta haft það nota­legt þegar sauma­klúbbur­inn kem­ur eða fólk í mat. Þá viltu geta dempað lýs­ing­una, kveikt á lömp­um hér og þar til að ná fram öðru­vísi and­rúms­lofti,“ seg­ir Sandra.

Einnig er al­gengt að fólk geri mis­tök við lýs­ingu inni á baðher­bergj­um, að henn­ar sögn.

„Við kon­ur förðum okk­ur, svo dæmi sé tekið, karl­menn raka sig, svo þú vilt geta séð vel. Þetta á sér­stak­lega við þegar fólk eld­ist. Ég hef tekið eft­ir því að fólk hugs­ar ekki út í þetta. Næt­ur­lýs­ing skipt­ir einnig miklu máli og mér finnst sniðugt að hugsa út í hana. Þegar þú vakn­ar á nótt­inni til að fara á kló­settið eða ert hálfsof­andi uppi í sófa og ætl­ar á baðher­bergið til að tann­bursta, þá skipt­ir miklu máli að geta kveikt lág­marks­ljós, rétt til að sjá til, án þess þó að ljósið veki þig al­veg áður en þú ferð upp í rúm.“

Er fólk vak­andi fyr­ir þessu í dag?

„Já, meira í dag en áður. Þetta skipt­ir okk­ur miklu máli. Þegar fólk er að byggja sér hús eða sum­ar­bú­stað þá er verið að ráða lýs­ing­ar­hönnuði. Það vill fá stemn­ing­una, nota­leg­heit­in og réttu lýs­ing­una.“

Fjöl­breytt­ar áferðir í tísku

Hvað er helst í tísku núna í inn­an­húss­hönn­un?

„Það hef­ur auk­ist veru­lega að fólk vilji hafa rýmið hlý­legt. Það er að færa sig úr því dökka og yfir í mjúka tóna. Einnig er meira af boga­dregn­um lín­um og vegg­fóðri. Mér finnst fólk orðið opn­ara fyr­ir fjöl­breyttri áferð og að prófa eitt­hvað nýtt. Samt sem áður eru Íslend­ing­ar oft fast­ir fyr­ir og vilja hafa þetta svo­lítið svipað og hjá öðrum. En sé samt að það er verið að hugsa út fyr­ir kass­ann. Stucco, eða kalk­máln­ing, er til dæm­is mikið í tísku núna. Hún býður upp á nýj­ar áferðir sem mér finnst gam­an að sjá,“ svar­ar Sandra.

Hvað þarf að hafa í huga þegar fólk set­ur eign­ina á sölu og hún er mynduð?

„Ég skoða fast­eigna­aug­lýs­ing­ar nán­ast dag­lega, mér finnst svo gam­an að skoða heim­ili fólks og ég pæli mikið í þessu,“ seg­ir Sandra og hlær.

„Fólk þarf aðallega að minnka um­fangið af sínu per­sónu­lega dóti þegar á að fara að selja. Allt kraðak trufl­ar. Mynd­irn­ar koma bet­ur út ef eign­in er míni­malísk og fólk verður að geta séð fyr­ir sér að geta búið þarna. Því þarf að leit­ast við að hafa ekki of mikið af smá­mun­um uppi við og fara í létt­ar viðgerðir ef eitt­hvað er áber­andi, mála ef þarf og er ekki dýrt að laga. Það er það helsta sem ég get sagt.“

Hún mæl­ir einnig með að minnka skæra liti í eign­inni því þeir geti truflað.

„Þó það sé eitt­hvað sem þú fíl­ar en sérð ekki fyr­ir þér að aðrir geri það. Fólk horf­ir á rýmið og hugs­ar að það sé ómögu­legt. Það get­ur fælt fólk frá, jafn­vel þótt það sé bara máln­ing í röng­um lit.“

Sandra sá um innanhússhönnunina á UMI-hótelinu á Suðurlandi.
Sandra sá um inn­an­húss­hönn­un­ina á UMI-hót­el­inu á Suður­landi.
Dásamlegt baðherbergi í húsi á Spáni sem Sandra hannaði.
Dá­sam­legt baðher­bergi í húsi á Spáni sem Sandra hannaði.
Í eldhúsi þarf að vera fjölbreytt lýsing. Það þarf að …
Í eld­húsi þarf að vera fjöl­breytt lýs­ing. Það þarf að vera hægt að hafa góða birtu en einnig geta dempað ljós­in fyr­ir nota­legri stemn­ingu.
Það hefur aukist undanfarin ár að fólk kjósi hlýleikann fram …
Það hef­ur auk­ist und­an­far­in ár að fólk kjósi hlý­leik­ann fram yfir dökka tóna.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda