Fundu draumaíbúðina í næstu götu

Sara Lind ásamt Bessa kærastanum og börnum þeirra tveimur, Leon …
Sara Lind ásamt Bessa kærastanum og börnum þeirra tveimur, Leon Myrkva og Nótt. Ljósmynd/Aníta Lind Róbertsdóttir Fisher

Sara Lind Teits­dótt­ir hef­ur flutt nokkr­um sinn­um og seg­ir skipu­lagið þurfa að vera gott þegar líður að flutn­ing­um. Hún er lítið fyr­ir óþarfa dót og er and­stæðan við það sem kall­ast safn­ari. Einnig er hún dug­leg að safna fyr­ir drauma­hús­gögn­um og skipt­ir þeim ódýr­ari hægt og ró­lega út. Hún er mik­ill fag­ur­keri og nýt­ur þess að gera fal­legt í kring­um sig. Hún er fædd og upp­al­in í Njarðvík og býr ásamt kær­ast­an­um og tveim­ur börn­um þeirra, Leoni Myrkva fimm ára og Nótt tveggja ára, í Innri-Njarðvík. Sara starfar sem flug­freyja, förðun­ar­fræðing­ur og við sam­fé­lags­miðla.

Get­urðu aðeins sagt mér frá íbúðinni sem þið búið í núna?

„Við búum í 116 fer­metra enda­í­búð. Í henni eru þrjú svefn­her­bergi og hún er því mjög hent­ug fyr­ir okk­ur fjög­ur,“ svar­ar hún. Fjöl­skyld­unni líður vel í hverf­inu en þau eru ný­bú­in að stækka við sig úr 90 fer­metra íbúð. „Við færðum okk­ur bara yfir í næstu götu.“

Þegar Sara var orðin ófrísk að öðru barn­inu fóru þau að horfa í kring­um sig.

„Við höfðum aðeins búið í fyrri íbúðinni í rúmt ár þegar við opnuðum á þann mögu­leika að skoða stærri eign­ir. Við seld­um hana síðan eft­ir tveggja ára bú­setu þar en þá hafði hún hækkað ágæt­lega í virði.“

Hún mæl­ir með því að ungt fólk kynni sér mögu­leik­ann á að setja sér­eign­ar­sparnað inn á lánið.

Hvað heillaði ykk­ur við eign­ina sem þið búið í núna?

„Ég vildi eyju, þvotta­hús, þrjú svefn­her­bergi og pall og þessi íbúð hafði það allt. Hún var full­kom­in fyr­ir okk­ur. Við vor­um búin að skoða marg­ar eign­ir en þegar þessi datt inn var ein­hver til­finn­ing. Þegar við skoðuðum hana fund­um við að þessi íbúð væri sú rétta,“ seg­ir hún.

Nú hafið þið flutt nokkr­um sinn­um, hvað hef­urðu lært með hverju skipt­inu?

„Góður fast­eigna­sali skipt­ir miklu máli. Gott skipu­lag þarf að vera þegar stytt­ist í flutn­inga. Ég mæli með að byrja á að pakka öllu því sem ekki er notað í dag­legu lífi til að flýta fyr­ir. Svo er mjög mik­il­vægt ef það er hægt að hafa svo­lít­inn tíma á milli af­hend­ing­ar á nýju íbúðinni og þeirri sem þú ert að láta frá þér til þess að flytja ekki í flýti. Þetta á sér­stak­lega við ef fólk ætl­ar að mála eða fara í ein­hverj­ar fram­kvæmd­ir.“

Verður þetta auðveld­ara með hverju skipt­inu?

„Já, ég myndi hundrað pró­sent segja það.“

Eru ein­hver hús­gögn eða hlut­ir sem hafa fylgt ykk­ur frá upp­hafi?

„Ekki neitt nema rúmið okk­ar af stærri hús­gögn­un­um. Ég er mjög dug­leg að skipta út og safna fyr­ir drauma­hús­gögn­um.“

Ertu með ráð fyr­ir annað ungt fólk sem er að flytja í sína fyrstu eign?

„Já, að byrja að safna hús­gögn­um og hlut­um sem fyrst. Það get­ur verið sniðugt að kaupa einn dýr­an hlut í mánuði áður en þú færð af­hent. Svo er mik­il­vægt að taka sinn tíma í að velja hús­gögn því ann­ars get­ur maður fengið leiða á þeim fljótt. Það skipt­ir máli að gera um­hverfið þannig að þér líði vel heima hjá þér.“

Heimilið er stílhreint og smekklegt en Sara Lind er lítið …
Heim­ilið er stíl­hreint og smekk­legt en Sara Lind er lítið fyr­ir óþarfa hluti í kring­um sig.

Hvernig hef­ur þú skipu­lagt flutn­inga?

„Ég byrja á því að pakka því sem ég nota ekki dag­lega í kassa. Á flutn­inga­deg­in­um er ég búin að hóa sam­an fjöl­skyldu og vin­um til að aðstoða og leigja flutn­inga­bíl. Það er mik­il­vægt að vera búin að velja máln­ingu og allt sem þig lang­ar að gera fyr­ir fram til að flýta fyr­ir þegar þið komið ykk­ur fyr­ir á nýj­um stað.“

Hef­ur það tekið lang­an tíma að koma ykk­ur fyr­ir?

„Nei, eig­in­lega ekki. Það eru meiri svona stærri verk­efn­in sem taka lengri tíma en ég kem öllu fyr­ir á sín­um stað fljótt.“

Eruð þið hand­lag­in?

„Já, ég hef alltaf málað sjálf heima hjá mér og get al­veg reddað mér við að gera flest allt. Svo er Bessi kær­asti minn raf­virki og einnig mjög hand­lag­inn. Svo lær­ir maður bara með því að prófa.“

Ertu safn­ari?

„Ég er mjög dug­leg að losa mig við hluti. Ég hef óbeit á öllu óþarfa dóti heima hjá mér þótt það sé bara flík sem ég er með í láni.“

Er eitt­hvað sem þig dreym­ir um að eign­ast í íbúðina?

„Okk­ur lang­ar í fal­legt mál­verk en höf­um ekki skoðað það nóg. Ann­ars er ekk­ert sér­stakt á óskalist­an­um eins og er, nema kannski nýtt eld­hús.“

Hvaðan kem­ur áhug­inn á að hafa fal­legt í kring­um þig?

„Þetta hef­ur alltaf verið í mér en ég hef fengið meiri og meiri áhuga með hverj­um flutn­ing­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda