Mun fasteignaverð hækka?

Tinna Bryde fasteignasali hjá Pálsson fasteignasölu svarar spurningum frá lesendum …
Tinna Bryde fasteignasali hjá Pálsson fasteignasölu svarar spurningum frá lesendum Smartlands. Samsett mynd

Tinna Bryde fast­eigna­sali á Páls­son fast­eigna­sölu svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá mann­eskju sem velt­ir því fyr­ir sér hvort hún eigi að kaupa íbúð núna eða bíða með það. 

Sæl.

Nú á ég sparnað inni á bók en velti fyr­ir mér hvernig er fast­eigna­markaður­inn. Mun fast­eigna­verð hækka? Á ég að bíða eða er gott að kaupa núna?

Kveðja, 

HG

Sæl og takk kær­lega fyr­ir spurn­ing­una.

Þetta er eitt­hvað sem marg­ir eru að velta fyr­ir sér þessa dag­ana.

Nú rík­ir ákveðið jafn­vægi á fast­eigna­markaði, sem þýðir að fast­eign­ir eru að selj­ast, en ekki á met­hraða. Það gef­ur þér svig­rúm til að skoða þína stöðu án þess að vera und­ir mikl­um þrýst­ingi.

Vext­ir hafa verið að lækka und­an­farið og spár gera ráð fyr­ir áfram­hald­andi lækk­un­um. Lægri vext­ir geta leitt til auk­inn­ar eft­ir­spurn­ar og þar af leiðandi hækk­un­ar á fast­eigna­verði.

Hvað þýðir þetta fyr­ir þig?

  • Ef fast­eigna­verð fer að hækka í takt við vaxta­lækk­an­ir, get­ur verið hag­kvæmt að kaupa áður en sú þróun á sér stað.
  • Það er eng­in trygg­ing fyr­ir því að verðið verði betra seinna og með jafn­vægi á markaði í dag get­ur þú átt mögu­leika á hag­stæðum viðskipt­um.
  • Ef þú ert fjár­hags­lega til­bú­in og finn­ur eign sem hent­ar þér, þá gæti þetta verið rétti tím­inn.

Fyrsta eign­in get­ur verið frá­bær fjár­fest­ing sem hjálp­ar þér að kom­ast í stærri eign síðar. Þess vegna er sniðugt að horfa ekki bara á ástand eign­ar­inn­ar í dag, held­ur líka á mögu­leik­ana sem hún hef­ur. Það er ótrú­legt hvað hægt er að gera með litl­um kostnaði – og þannig auka verðmætið.

Þegar þú skoðar eign­ir er gott að hafa fer­metra­verð í huga og bera sam­an við sam­bæri­leg­ar eign­ir sem hafa selst ný­lega. Þannig færðu betri mynd af því hvað þú ert að fá fyr­ir pen­ing­inn.

Kær kveðja,

Tinna Bryde fast­eigna­sali. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda