Böðvar kominn með réttindin

Böðvar Þór Eggertsson er orðinn löggiltur fasteignasali.
Böðvar Þór Eggertsson er orðinn löggiltur fasteignasali. mbl.is/Kristinn Magnússon

Böðvar Þór Eggerts­son hætti að klippa hár fyr­ir um tveim­ur árum þegar hann lagði skær­in á hill­una. Hann er þekkt­ur í ís­lensku sam­fé­lagi sem Böddi á Space en hann rak þá hár­greiðslu­stofu um langa hríð. Þegar hann lagði skær­in á hill­una fór hann í nám til þess að verða lög­gilt­ur fast­eigna­sali. 

Nú er Böðvar út­skrifaður en í Lög­birt­inga­blaðinu kem­ur fram að Sýslumaður­inn á Norður­landi eystra hafi gefið út lög­gild­ingu til Böðvars Þórs Eggerts­son­ar til þess að vera fast­eigna-og skipa­sali og var leyfið gefið út 14. apríl.

Haustið 2023 birt­ist viðtal við Böðvar á Smartlandi þar sem hann fór yfir fer­il sinn, sín­ar helstu áskor­an­ir, von­ir og vænt­ing­ar. Í viðtal­inu sagði hann frá því hvernig líf hans hafi breyst eft­ir að hann fékk ADHD grein­ingu. 

„Áður en ég fékk grein­ingu var ég týp­an sem fannst eng­inn vera full­kom­inn nema ég sjálf­ur. Ef það kom upp vanda­mál í sam­band­inu hjá mér þá var það alltaf henni að kenna – ekki mér. Ef það voru vanda­mál í vinn­unni þá var það hinum að kenna – ekki mér. Stærsta breyt­ing­in við það að fá grein­ingu og fá að vita hvernig þetta virkaði var að ég horfði inn á við og áttaði mig á því að ég væri rass­haus­inn. Það sem ég var að kenna hinum um var mér að kenna. Eft­ir að ég fékk grein­ing­una opnuðust augu mín og ég fór að byggja mig upp og nota þetta til að styrkja mig,“ sagði Böðvar í viðtal­inu á Smartlandi: 

Fékkstu lyf?

„Nei, ekki strax. Fyrst fór ég í þerapíu til þess að reyna að læra að lifa með ADHD. Þetta var svona 12 spora kerfi. Ég var í af­neit­un að ég væri með ADHD. Þerap­ist­inn vildi ekki að ég færi á lyf fyrr en ég væri bú­inn að horfa inn á við og reyna að skilja hvað væri að ger­ast. Þessi þerapía stóð yfir í 14 vik­ur og ég fór úr því að keyra sjálf­an mig út á 200 km hraða og fór niður í 50 km hraða. Það breytt­ist margt. Ég fór að átta mig á aðstæðum þegar ég væri að skjót­ast upp. Á þess­um 14 vik­um áttaði ég mig á því hvernig ég gæti nýtt ADHD á já­kvæðan hátt. Ég hafði mikla orku og fór að nýta hana öðru­vísi. Ég minnkaði áfeng­isneyslu því það fóru of marg­ir dag­ar í van­líðan tengda henni.“

Smart­land ósk­ar Böðvar til ham­ingju með rétt­ind­in! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda