Víkingur Heiðar og Halla Oddný mega byggja við slotið

Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir hafa fengið leyfi …
Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir hafa fengið leyfi til að byggja við húsið sitt á Seltjarnarnesi. Samsett mynd

Pí­anó­leik­ar­inn Vík­ing­ur Heiðar Ólafs­son og fjöl­miðlastjarn­an Halla Odd­ný Magnús­dótt­ir festu kaup á ein­býl­is­húsi á Seltjarn­ar­nesi árið 2020. Húsið er 263 fm að stærð og var reist 1968. Húsið er vold­ugt og reisu­legt en það var teiknað af Guðmundi Kr. Krist­ins­syni og ber hans helstu sér­kenni í hönn­un og út­liti. 

Þótt húsið væri fal­legt þá þurfti að gera breyt­ing­ar á því, bæði að inn­an og að utan. 

Nú hafa hjón­in Vík­ing­ur Heiðar og Halla Odd­ný fengið leyfi til að byggja yf­ir­byggt bíl­skýli úr stáli og timbri við húsið. Hjón­in fengu Gláma-Kím arki­tekta til að hanna bíl­skýlið og sækja um bygg­ing­ar­leyfið. 

„Gláma-Kím Arki­tekt­ar sækja um leyfi fyr­ir yf­ir­byggðu bíl­skýli úr stáli og timbri […] Þak verður dúk­lagt og tyrft. Áformin eru í sam­ræmi við breyt­ingu á deili­skipu­lagi sem ný­lega var grennd­arkynnt fyr­ir ná­grönn­um án þess að at­huga­semd bær­ist.
Af­greiðsla: Bygg­ingaráform samþykkt. Bygg­ing­ar­leyfi verður gefið út þegar um­sækj­andi hef­ur skilað inn öll­um til­skyld­um gögn­um í sam­ræmi við bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/​2012,“ seg­ir í fund­ar­gerð um málið. Fund­inn sátu Svana Helen Björns­dótt­ir, sem stýrði fundi, Dag­björt Snjó­laug Odds­dótt­ir, Kar­en María Jóns­dótt­ir og Bjarni Torfi Álfþórs­son. Gunn­laug­ur Jónas­son skipu­lags­full­trúi var fund­ar­rit­ari. 

Smart­land sagði frá því 2019 þegar Vík­ing­ur Heiðar og Halla Odd­ný settu fal­lega íbúð sína á sölu en stuttu síðar keyptu þau húsið á Nes­inu. 

Svona leit húsið út þegar það var auglýst til sölu …
Svona leit húsið út þegar það var aug­lýst til sölu 2019.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda