Ylfa selur 73 fm af fegurð

Ylfa Árnadóttir hefur sett sína fögru íbúð í Hlíðunum á …
Ylfa Árnadóttir hefur sett sína fögru íbúð í Hlíðunum á sölu. Samsett mynd

Ylfa Árna­dótt­ir, verk­efna­stjóri á Land­spít­al­an­um, hef­ur sett ein­stak­lega smekk­lega íbúð sína við Máva­hlíð í Reykja­vík á sölu. Um er að ræða 73 fm íbúð sem er í risi húss sem reist var 1949. 

Heim­ili Ylfu býr yfir mikl­um töfr­um en á milli stofu og eld­húss er hring­laga opn­un sem gef­ur heim­il­inu mik­inn svip. 

Árið 2023 var eld­hús­inn­rétt­ing­in í íbúðinni end­ur­nýjuð. Þar er að finna kampa­vínslitaða sprautulakkaða inn­rétt­ingu frá Kvik og eru öll tæki inn­byggð. Þar er til dæm­is tækja­skáp­ur með sjálf­virkri lýs­ingu. Í eld­hús­inu er eyja með Dekt­on-steini á borðum en sami steinn flæðir upp á vegg fyr­ir ofan vask. Eins og sést á ljós­mynd­un­um er eld­húsið frísk­legt og fal­legt eins og önn­ur rými íbúðar­inn­ar. 

Árið 2023 var eldhúsið endurnýjað.
Árið 2023 var eld­húsið end­ur­nýjað.

Sjá nán­ar á fast­eigna­vef mbl.is: Máva­hlíð 38

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda