Á Móaflöt í Garðabæ er fallegt einbýlishús á einni hæð til sölu. Hverfið er eitt það vinsælasta í bænum og er yfirleitt slegist um góðar eignir þar. Húsið er 229 fm en skráð sem 244,1 fm en það er vegna sólskála sem hefur verið fjarlægður.
Húsið er mikið fjölskylduhús, með þremur barnaherbergjum og hjónaherbergi. Eldhúsið er með upprunalegri innréttingu í anda sjöunda áratugarins en skipt hefur verið um borðplötu, ofn og eldavél.
Af fasteignavef mbl.is: Móaflöt 22
Í miðju hússins er heillandi innigarður eða sólskáli sem hleypir mikilli birtu inn. Inn af hjónasvítunni er nýuppgert baðherbergi með baðkari og saunuklefa.
Núverandi eigendur hússins eru Árni Filippusson og Helena Jónsdóttir.