Forsetaframbjóðandi flytur úr blokkinni

Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund Logadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halla Hrund Loga­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­setafram­bjóðandi, hyggst flytja úr blokka­r­í­búðinni sem hún býr í ásamt eig­in­manni sín­um, Kristjáni Frey Kristjáns­syni og börn­um þeirra. Smart­land hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að Halla Hrund og Kristján séu búin að festa kaup á sér­blýli í Árbæn­um. 

Halla Hrund minnt­ist á það oft­ar en einu sinni í tengsl­um við for­seta­kosn­ing­arn­ar, sem fram fóru í fyrra, að hún byggi í blokk og átti slíkt tal að höfða til fólks­ins í land­inu. Blokkartalið laut þó í lægra haldi fyr­ir háls­klút­um úr silki þegar Halla Tóm­as­dótt­ir var kos­in for­seti Íslands. 

Nú er draum­ur­inn um bú­setu í blokk á enda því íbúð Höllu Hrund­ar og Kristjáns hef­ur verið á sölu. Íbúðin er á ann­arri hæð og er 90 fm að stærð. Blokk­in sjálf var teiknuð af Kjart­ani Sveins­syni og var reist 1973, eða áður en bygg­ing­ar­tækni­fræðing­ur­inn datt í súl­urn­ar og boga­dregnu lín­urn­ar sem ein­kenna ein­býl­is­hús sem hann teiknaði í kring­um 1980.

Sjá nán­ar: Snæ­land 4

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda