Raðhús í Fossvogi selt án auglýsingar

Húsið við Búland 27 hefur verið selt í skúffu fasteignasölunnar …
Húsið við Búland 27 hefur verið selt í skúffu fasteignasölunnar Eignarmiðlunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Raðhús­in í Foss­vog­in­um í Reykja­vík eru eft­ir­sótt­ur bú­setu­kost­ur. Oft eru þessi hús aug­lýst til sölu á fast­eigna­vef mbl.is en ekki alltaf. Á dög­un­um var raðhús nokk­urt við Bú­land í Foss­vogi selt í skúff­unni hjá fast­eigna­söl­unni Eignamiðlun. Fast­eigna­sal­ar á Eignamiðlun eru sér­fræðing­ar í Foss­vog­in­um og eru oft með hús á sín­um snær­um sem leita nýrra eig­anda, án þess að vera að flagga því sér­stak­lega. 

Húsið við Bú­land er 213,1 fm að stærð og var reist 1968. Nokkr­um árum síðar, eða 1972, var sér­stök bíl­skúr­s­lengja reist en hverfið var á sín­um tíma byggt að sænskri fyr­ir­mynd þar sem lagt var upp með þá hug­mynd að íbú­ar hefðu næði þótt þeir byggju þétt sam­an. Hið skipu­lagða næði var hannað með því að inn­gang­ar væru í norður og garðar í suður og að bíl­skúr­ar væru oft í sér­lengj­um, ekki áfast­ir hús­un­um sjálf­um, þótt vissu­lega séu til raðhús í Foss­vogi með inn­byggðum bíl­skúr. 

Húsið, sem er við Bú­land 27, er á pöll­um og stend­ur á skjólgóðum stað í Foss­vog­in­um þar sem garður snýr í suður og eld­hús í norður. 

Arnþrúður Örk Ein­ars­dótt­ir og Þor­vald­ur Stefán Jóns­son eru selj­end­ur húss­ins en þau keyptu það 1994. Kaup­end­ur eru Ívar Bald­vins­son og Lísa Lind Björns­dótt­ir og greiddu þau 173.200.000 kr. fyr­ir húsið. 

Smart­land ósk­ar nýj­um eig­end­um til ham­ingju með húsið! 

Húsið er fallega hannað.
Húsið er fal­lega hannað. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda