Hvernig get ég fengið sem mest fyrir fasteignina mína?

Tinna Bryde fasteignasali hjá Pálsson fasteignasölu svarar spurningum frá lesendum …
Tinna Bryde fasteignasali hjá Pálsson fasteignasölu svarar spurningum frá lesendum Smartlands. Samsett mynd

Tinna Bryde fast­eigna­sali hjá Páls­son fast­eigna­sölu svar­ar spurn­ing­um frá les­end­um Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá mann­eskju sem velt­ir því fyr­ir sér hvernig viðkom­andi geti fengið sem mest fyr­ir eign­ina sína. 

Blessuð.  

Hvernig get ég fengið sem mest fyr­ir fast­eign­ina mína?

Kveðja, 

KJ

Sæl og takk kær­lega fyr­ir spurn­ing­una.

Þetta er frá­bær og al­geng spurn­ing! Það eru ýmis atriði sem geta haft áhrif á hversu hátt verð fæst fyr­ir fast­eign – og góður und­ir­bún­ing­ur er lyk­ill­inn. Hér eru helstu punkt­arn­ir:

  1. Veldu fast­eigna­sala sem þú treyst­ir fyr­ir eign­inni þinni.
  2. Góður fast­eigna­sali leiðir þig í gegn­um allt ferlið og pass­ar uppá að eign­in þín sé rétt verðlögð, fái góða kynn­ingu og kann að leiða kaup­end­ur í gegn­um ferlið og bregðast við áhuga þeirra á rétt­um tíma.
  3. Rétt verðlagn­ing skipt­ir sköp­um
  4. Ein stærsta ástæða þess að eign­ir selj­ast hægt eða ekki er of hátt ásett verð.
  5. Fáðu verðmat sem bygg­ir á raun­veru­leg­um gögn­um um sam­bæri­leg­ar eign­ir.
  6. Markaður­inn er fljót­ur að hafna eign­um sem eru of dýr­ar miðað við verðmat svæðis­ins.
  7. Ef verð er rétt frá upp­hafi eykst áhugi kaup­enda og eign­in selst hraðar.

Eign­in þarf að skera sig úr

Fyrstu kynni skipta miklu máli. Þegar eign­in birt­ist á fast­eigna­vefj­um þarf hún að vekja áhuga strax.

  • Fyrstu dag­arn­ir á fast­eigna­vef skipta miklu máli – þá eru flest­ir að skoða eign­ina.
  • Gæðamynd­ir og mynd­band geta verið lyk­il­atriði til að selja eign á góðu verði.
  • Vel skrifuð lýs­ing sem dreg­ur fram helstu kosti eign­ar­inn­ar.
  • Ef eign­in hent­ar vel ákveðnum hópi (t.d. fyrstu kaup­end­um eða fjöl­skyld­um), þá er gott að leggja áherslu á það í aug­lýs­ingu.

Eign­in á opnu húsi

Það tek­ur kaup­end­ur aðeins nokkr­ar sek­únd­ur að mynda sér skoðun þegar þeir ganga inn í fast­eign.

  • Tryggðu að eign­in sé snyrti­leg fyr­ir sýn­ingu.
  • Hreinsaðu til, fjar­lægðu óþarfa hús­gögn og hafðu eign­ina bjarta og opna.

Lag­fær­ing­ar sem geta aukið verðmæti

Smá­vægi­leg­ar end­ur­bæt­ur geta gert mikið fyr­ir sölu­verð eign­ar­inn­ar.

  • Frískaðu upp á máln­ingu ef vegg­ir eru slitn­ir.
  • Skiptu um sprungn­ar per­ur og tryggðu góða lýs­ingu.
  • Lagaðu smá­vægi­lega galla eins og lausa hurðahúna eða skemmd­ir á gólfi.

Að lok­um er lyk­il­atriði að nálg­ast söl­una fag­lega og með mark­vissri áætl­un. Ef vel er haldið á spöðunum get­ur rétt kynn­ing og und­ir­bún­ing­ur skilað mun betra verði fyr­ir eign­ina þína.

Ef þú ert að hugsa um að selja – þá er þér vel­komið að heyra í mér. Ég aðstoða við verðmat og und­ir­bún­ing, án skuld­bind­inga.

Kær kveðja,

Tinna Bryde fast­eigna­sali. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda