Björgvin Franz og Berglind selja 93 fm íbúð

Björgvin Franz Gíslason og Berglind Ólafsdóttir.
Björgvin Franz Gíslason og Berglind Ólafsdóttir.

Leik­ar­inn Björg­vin Franz Gísla­son og eig­in­kona hans, Berg­lind Ólafs­dótt­ir, hafa sett fal­lega íbúð sína við Grens­ás­veg á sölu. Um er að ræða 93 fm íbúð sem er í blokk sem reist var 2024. Íbúðin er á fjórðu hæð og eru sval­ir á íbúðinni sem snúa í suðaust­ur. 

Það er svo­lít­il út­land­stemn­ing þarna við Grens­ás­veg­inn þar sem búið er að byggja hverfi sem minn­ir á er­lend­ar stór­borg­ir. 

Blokk­in er hönnuð af arki­tekta­stof­un­um Archus og Rýma. Sú fyrr­nefnda sé um inn­an­húss­hönn­un og efn­is­val. All­ar inn­rétt­ing­ar í íbúðinni eru sér­smíðaðar og koma frá Iwa. Inn­feld led-lýs­ing er í eld­hús­inn­rétt­ing­unni og líka í loft­um sem eru niður­felld. 

Björg­vin Franz leik­ur burðar­hlut­verk í Ladda-sýn­ing­unni í Borg­ar­leik­hús­inu. Þar fer hann á kost­um sem Elsa Lund svo dæmi sé nefnt en hann leik­ur líka fleiri karakt­era sem eru eft­ir­minni­leg­ir úr smiðju Ladda. 

Sjá nán­ar á fast­eigna­vef mbl.is: Grens­ás­veg­ur 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda