Leikarinn Björgvin Franz Gíslason og eiginkona hans, Berglind Ólafsdóttir, hafa sett fallega íbúð sína við Grensásveg á sölu. Um er að ræða 93 fm íbúð sem er í blokk sem reist var 2024. Íbúðin er á fjórðu hæð og eru svalir á íbúðinni sem snúa í suðaustur.
Það er svolítil útlandstemning þarna við Grensásveginn þar sem búið er að byggja hverfi sem minnir á erlendar stórborgir.
Blokkin er hönnuð af arkitektastofunum Archus og Rýma. Sú fyrrnefnda sé um innanhússhönnun og efnisval. Allar innréttingar í íbúðinni eru sérsmíðaðar og koma frá Iwa. Innfeld led-lýsing er í eldhúsinnréttingunni og líka í loftum sem eru niðurfelld.
Björgvin Franz leikur burðarhlutverk í Ladda-sýningunni í Borgarleikhúsinu. Þar fer hann á kostum sem Elsa Lund svo dæmi sé nefnt en hann leikur líka fleiri karaktera sem eru eftirminnilegir úr smiðju Ladda.