Seljahverfið er falinn gimsteinn á höfuðborgarsvæðinu. Hagaselið er ein af götunum í hverfinu. Hún byggðist upp í kringum 1980 og fór það svo að fólkið sem þar byggði bjó þar síðan um ár og síð, eða þar til að það þurfti orðið að minnka við sig. Það segir sitthvað um hversu gott er að búa þarna.
Inni í miðju Hagaselinu er núna til sölu sjö herbergja endaraðhús með fallegu eldhúsi, stórri og bjartri stofu, bílskúr, sjónvarpsholi og einkar glæsilegum garði.
Húsið var byggt árið 1978, telur 176 fermetra, og er fullkomið fyrir barnmarga fjölskyldu, enda fjölskylduvæn og næðissöm gata. Í húsinu hafa aðeins búið tvær fjölskyldur frá upphafi, sem segir ansi mikið.
Á sumrin er oft og tíðum blankalogn og sólbaðsveður og þá kemur garðurinn heldur betur að góðum notum.
Ásett verð er 118,9 milljónir.