448 fm höll fjármálasérfræðings til sölu

Húsið er við Skildingatanga 2 í Reykjavík.
Húsið er við Skildingatanga 2 í Reykjavík. Samsett mynd

Við Skild­inga­tanga í Reykja­vík er að finna ein­stakt ein­býl­is­hús sem reist var 1968. Húsið er 448 fm að stærð. Húsið var teiknað af Kjart­ani Sveins­syni bygg­ing­ar­tæki­fræðingi.

Eig­andi húss­ins er fé­lagið Gula húsið ehf. sem er í eigu Jóns Aðal­björns Jóns­son­ar. Fé­lagið gef­ur sig út fyr­ir að sinna fjár­málaþjón­ustu. Jón keypti á dög­un­um ein­býl­is­hús við Suður­gö5tu 26 ásamt manni sín­um, Run­ólfi Vig­fúsi Jó­hanns­syni. Húsið keyptu þeir af Rík­is­sjóði Íslands á 435.000.000 kr. Húsið við Suður­götu er hannað af Guðjóni Samú­els­syni. 

Aft­ur að Skelja­tanga sem er hið mesta glæsi­hýsi sem hef­ur að geyma átta svefn­her­bergi og þrjár stof­ur. Í einni stof­unni er ar­inn sem er klædd­ur Drápu­hlíðagrjóti frá Húsa­felli og Svarta­gili. Grjót­hleðslan held­ur sér vel því í rým­inu er hátt til lofts.

Á gólf­un­um í stof­unni er fal­lega lagt fiski­beinap­ar­ket og mikið af lista­verk­um og hús­gögn­um sem fólk hef­ur smekk fyr­ir. Í eld­hús­inu er fal­lega hönnuð inn­rétt­ing með und­ir­límd­um vaski og lát­laus­um efri hill­um. 

Sjá nán­ar á fast­eigna­vef mbl.is: Skild­inga­tangi 2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda