Við Skildingatanga í Reykjavík er að finna einstakt einbýlishús sem reist var 1968. Húsið er 448 fm að stærð. Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni byggingartækifræðingi.
Eigandi hússins er félagið Gula húsið ehf. sem er í eigu Jóns Aðalbjörns Jónssonar. Félagið gefur sig út fyrir að sinna fjármálaþjónustu. Jón keypti á dögunum einbýlishús við Suðurgö5tu 26 ásamt manni sínum, Runólfi Vigfúsi Jóhannssyni. Húsið keyptu þeir af Ríkissjóði Íslands á 435.000.000 kr. Húsið við Suðurgötu er hannað af Guðjóni Samúelssyni.
Aftur að Skeljatanga sem er hið mesta glæsihýsi sem hefur að geyma átta svefnherbergi og þrjár stofur. Í einni stofunni er arinn sem er klæddur Drápuhlíðagrjóti frá Húsafelli og Svartagili. Grjóthleðslan heldur sér vel því í rýminu er hátt til lofts.
Á gólfunum í stofunni er fallega lagt fiskibeinaparket og mikið af listaverkum og húsgögnum sem fólk hefur smekk fyrir. Í eldhúsinu er fallega hönnuð innrétting með undirlímdum vaski og látlausum efri hillum.