Athafnamaðurinn Anton Þórarinsson hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt við Haukanes aftur á sölu. Um er að ræða 620 fm einbýli sem reist var 2023. Húsið er á sjávarlóð með óhindruðu útsýni út á sjó.
Anton setti húsið á sölu fyrir tveimur árum og seldist húsið, en kaupandi fékk ekki fjármögnum, þannig að kaupin gengu til baka.
Húsið er teiknað af Kristni Ragnarssyni arkitekt hjá KRark. Húsið selst í því ástandi sem það er en það er tilbúið til innréttinga. Einnig á eftir að ganga endanlega frá garðinum.
Húsið er steinsteypt og á tveimur hæðum.
„Burðarvirkið staðsteypt með járnbentri steinsteypu. Útveggir eru einangraðir að utan með steinull og klæddir með stuðlabergs álklæðningu frá Idex,“ segir í fasteignaauglýsingu.