Eftirsótt raðhús í Fossvogi komið á sölu

Við Goðaland í Fossvogi er að finna einstakt raðhús á …
Við Goðaland í Fossvogi er að finna einstakt raðhús á einni hæð.

Í Foss­vog­in­um er að finna götu neðarlega í hverf­inu sem heit­ir Goðaland. Gat­an hef­ur að geyma raðhús sem búa yfir tölu­verðri sér­stöðu því þau eru á einni hæð sum hver, sem er óvenju­legt. Flest raðhús í hverf­inu eru á pöll­um en hverfið er byggt að sænskri fyr­ir­mynd. 

Nú er eitt slíkt hús komið á sölu en það er 200 fm að stærð og var reist 1969. Húsið er teiknað af Guðmundi Kr. Guðmunds­syni arki­tekt. Bíl­skúr fylg­ir hús­inu en hann er í bíl­skúra­lengju, ekki áfast­ur við húsið. 

Húsið er á skjólgóðum stað og er stór garður sunn­an­meg­in við húsið. Hann er með timb­ur­ver­önd og hellu­lögðum stíg­um og skjól­veggj­um sem gera garðinn eft­ir­sókn­ar­verðan. 

„Húsið skipt­ist í for­stofu, gestasnyrt­ingu, hol, borðstofu, stofu, eld­hús, þvotta­hús, baðher­bergi og þrjú svefn­her­bergi (skv. teikn­ingu eru her­berg­in fimm og er auðvelt að bæta við auka her­bergj­um),“ seg­ir í fast­eigna­aug­lýs­ingu. 

Ásett verð er 179.400.000 kr.

 
Sjá nán­ar á fast­eigna­vef mbl.is: Goðaland 19

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda