„Arkitektar eru í ákveðinni klemmu“

Arnhildur Pálmadóttir og Andri Snær Magnason eru stödd í Feneyjum …
Arnhildur Pálmadóttir og Andri Snær Magnason eru stödd í Feneyjum þar sem sýningin Lavaforming eða Hraunmyndunum opnar fyrir almenning á laugardaginn. Ljósmynd/Aðsend

„Fyrst fannst fólki þetta dá­lítið framúr­stefnu­leg og klikkuð hug­mynd,“ seg­ir Arn­hild­ur Pálma­dótt­ir arki­tekt um hug­mynd­ina að Lava­form­ing eða Hraun­mynd­un­um sem bygg­ir á því að renn­andi hraun sé nýtt sem bygg­ing­ar­efni framtíðar­borga. Síðan hug­mynd­in kom fyrst fram hafa liðið nokk­ur ár og í vik­unni tek­ur Ísland í fyrsta skipti þátt með eig­in skála á Tví­ær­ingn­um í arki­tekt­úr í Fen­eyj­um. Sýn­ing­in Lava­form­ing er vissu­lega dá­lítið kreisí og kynn­ir rót­tæk­ar en nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á framtíðarsam­fé­lög­um. Arn­hild­ur og teymið fengu til liðs við sig Andra Snæ Magna­son rit­höf­und til að þróa með sér heim sýn­ing­ar­inn­ar, karakt­er­ana og sög­ur fólks í þess­ari framtíðar­borg, Eld­borg.

„Í gegn­um tíðina hef ég alltaf lesið bæk­urn­ar hans Andra Snæs og tengi mjög við hans lífs­sýn og hug­mynda­fræði. Í fyrsta skipti sem ég sá hann var skáld­sag­an Draumalandið ný­kom­in út og hann var að kynna hug­mynd­ir bók­ar­inn­ar á Húsa­vík fyr­ir full­um sal af væg­ast sagt skeptísk­um íbú­um. En ég og maður­inn minn vor­um líka í saln­um og vor­um sam­mála því sem hann sagði,“ seg­ir Arn­hild­ur aðspurð um fyrstu kynni  henn­ar og Andra Snæs.

Andri Snær seg­ist hafa fylgst með Lava­form­ing síðan hug­mynd­in kom fyrst fram.

„Arn­hild­ur er einn af okk­ar rót­tæk­ustu arki­tekt­um, hún er ekki bara með sýn held­ur hef­ur hún sýnt í verki að hægt er að byggja bet­ur. Það var því mjög freist­andi að taka þátt í verk­efn­inu en ég hef unnið mikið með arki­tekt­um í gegn­um tíðina. Ég held ég þekki svei mér þá fleiri arki­tekta en rit­höf­unda. Gott ef ég ætlaði ekki í arki­tekt­úr en ákvað svo að betra væri að fá mér ör­ugg­ara starf... sem ljóðskáld,“ seg­ir hann og hlær. Þau eru sam­mála um að vís­inda­skáld­skap­ur og um­hverf­is­mál séu lyk­ilþemu í sýn­ing­unni.

Ljós­mynd/​Aðsend

Stinga upp á öðru­vísi framtíð

Hug­mynd­in að Lava­form­ing kviknaði í sam­tali Arn­hild­ar og son­ar henn­ar Arn­ars Skarp­héðins­son­ar, meðhöf­und­ar verks­ins. Eft­ir gosið í Holu­hrauni 2014-2015 ræddu þau mæðgin um gríðarlegt magn hrauns sem spýtt­ist upp úr jörðinni og spáðu í það hvort hægt væri að nýta það beint sem bygg­ing­ar­efni, í stað þess að mylja það niður, blanda það sementi og flytja lang­ar vega­lengd­ir með til­heyr­andi los­un kol­efna, kostnaði og skaðleg­um áhrif­um á um­hverfið.

„Við þurf­um að sjá fyr­ir öðru­vísi framtíð, stinga uppá henni og sýna fólki hana,“ seg­ir Arn­hild­ur. Andri Snær bætt­ist í teymið til að sjá fyr­ir sér borg­ina og um­hverfið í heim­in­um sem hún verður til úr. „Árið er 2150 í Eld­borg, þannig að Stofn­un Andra Magna­son­ar, tók viðtöl við 12 íbúa á tíræðis­aldri, fólk sem seg­ir hvernig borg­in þróaðist og byggðist.“ út­skýr­ir Andri Snær.

Sög­urn­ar eru djúsí og borg­in nokkuð raun­veru­leg þó hug­renn­ing­ar­tengsl úr StarW­ars og öðrum vís­inda­skáld­skap séu ekki fjarri lagi.

„Arki­tekt­úr á þessa fant­asíu­hlið, sem verður oft að veru­leika. Mér finnst til dæm­is ákveðinn vís­inda­skáld­skap­ur í Fen­eyj­um! Skella drumb­um ofan í hafið og byggja hall­ir ofan á þeim,“ seg­ir Andri Snær og Arn­hild­ur tek­ur við. „Það er allt ann­ar veru­leiki að vera í Fen­eyj­um. Eng­ir bíl­ar, hjól eða raf­magns­hlaupa­hjól, ekki einu sinni vesp­ur, ekk­ert... nema ferðatösk­urúllið á sum­um stöðum,“ seg­ir hún. Andri Snær er ekki al­veg bú­inn með vís­inda­skáld­skap­inn. „Það mega samt ekki vera fljúg­andi hval­ir, fant­así­an þarf alltaf að hafa ein­hverj­ar ræt­ur í okk­ar veru­leika. Vís­inda­skáld­skap­ur, ef hann er góður, fjall­ar alltaf um sam­tím­ann.“

Arnhildur Pálmadóttir er hér að sinna vinnu sinni.
Arn­hild­ur Pálma­dótt­ir er hér að sinna vinnu sinni. Ljós­mynd/​Aðsend


Hætta að byggja? Eða hætta að rífa?

Það verður ekki hjá því kom­ist að ávarpa hversu rót­tæk og bylt­ing­ar­kennd hug­mynd­in er, framtíðar­borg og mann­virki úr hrauni, sem kem­ur beint upp úr jörðinni!

„Arki­tekt­ar eru í ákveðinni klemmu. Byggin­ar, bygg­ing­ariðnaður, hrá­efni og rekst­ur bygg­inga eru alla­vega 40% af kol­efn­is­los­un í dag og því drjúg­ur hluti af lofts­lags­vand­an­um. Marg­ir arki­tekt­ar hafa sagt að við ætt­um að hætta að byggja, alla­vega hætta að rífa,“ seg­ir Andri Snær. Arn­hild­ur held­ur áfram. „Við erum auðvitað að ávarpa lofts­lags­breyt­ing­ar, notk­un á bygg­ing­ar­efni og of­gnótt en með hegðun okk­ar erum við að ganga hratt á auðlind­ir jarðar og á sama tíma tak­marka tíma okk­ar mann­kyns á jörðinni. Við erum að eyðileggja fyr­ir okk­ur sjálf­um,“ seg­ir hún og bæt­ir við að miðað við fólks­fjölg­un og lífs­gæðastand­ard á ákveðnum stöðum í heim­in­um þurf­um við að byggja eins og eina New York borg á mánuði.

Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað um Ísland í sam­hengi við sjálf­bærni?

„Allt sem við erum að gera í dag er í raun­inni yf­ir­borðsklór, við þurf­um miklu rót­tæk­ari nálg­un, við sjá­um hugs­un­ar­vill­ur kynnt­ar sem lausn­ir. Kaup á græn­um bréf­um til þess að geta mengað meira, er ekki eitt­hvað sem virk­ar. Við þurf­um að hugsa miklu stærra sem er í raun mark­mið sýn­ing­ar­inn­ar, að vekja fólk til um­hugs­un­ar,“ seg­ir hún og Andri bæt­ir við að fyr­ir rúmri öld hafi verið álíka bylt­ing­ar­kennd hug­mynd að hita hús með jarðhita, leggja raf­magns­snúr­ur yfir landið og byggja sund­laug­ar í hverj­um bæ.

„Ísland er að miklu leyti búið til úr basalti og við höf­um alltaf lært að Ísland sé snautt af auðlind­um. En basalt er alls­herj­ar­efni. Það er hægt að búa til ein­angr­un úr því, og basalttrefjar eru sterk­ari en koltrefjar, það má nýta þær til að búa til bíla og flug­vél­ar. Það er meira að segja hægt að búa til föt úr hrauni,“ seg­ir hann og bæt­ir við hversu áhuga­vert sé að hugsa hlut­ina al­veg upp á nýtt, ekki bara tví­ka smá hér og þar.

Andri Snær Magnason og Arnhildur Pálmadóttir.
Andri Snær Magna­son og Arn­hild­ur Pálma­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þessi hug­mynd stork­ar hefðbund­inni fag­ur­fræði. Við leyf­um nátt­úr­unni að hanna út­frá fúnksjón en ekki feg­urð. Enda er feg­urð skil­grein­ing­ar­atriði, feg­urð er alltaf smekks­atriði,“ seg­ir hún. 

„Það er nú al­veg fal­legt að búa í Dimmu­borg­um eða Hljóðuklett­um,“ skýt­ur Andri Snær inn í.

„Já, hver er ekki til í það?,“ spyr Arn­hild­ur.

Auk Arn­hild­ar og Andra Snæs eru þau Arn­ar Skarp­héðins­son arki­tekt og meðhöf­und­ur, Björg Skarp­héðins­son hönnuður, Suk­anya Muk­herj­ee arki­tekt og Jack Armita­ge tón­list­armaður og hönnuður teymið á bakvið Lava­form­ing. Skál­inn opn­ar fyr­ir al­menn­ing 10. maí og er op­inn til 23. nóv­em­ber.

Hægt er að fylgj­ast með sýn­ing­unni og skyggn­ast bakvið tjöld­in á In­sta­gram síðu ís­lenska skál­ans:

Ljós­mynd/​Aðsend



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda