Edduverðlaunahafi borinn út úr íbúð Félagsbústaða

Sigurbjörg Jónsdóttir fékk Edduverðlaunin 2015 sem klippari ársins fyrir klippinguna …
Sigurbjörg Jónsdóttir fékk Edduverðlaunin 2015 sem klippari ársins fyrir klippinguna á kvikmyndinni Vonarstræti eftir Baldvin Z. mbl.is/Styrmir Kári

Sig­ur­björg Jóns­dótt­ir fékk Eddu­verðlaun­in 2015 fyr­ir að klippa kvik­mynd Bald­vins Z, Von­ar­stræti sem vakti mikla at­hygli þegar hún kom út 2014. Lífið er hverf­ult en í gær var Sig­ur­björg, sem glím­ir við fíkni­sjúk­dóm, bor­in út úr íbúð Fé­lags­bú­staða við Bríet­ar­tún í Reykja­vík vegna van­gold­inn­ar leigu. Stríðsástand hef­ur verið í blokk­inni vegna hegðun­ar­vanda ann­ars íbúa í blokk­inni. Sig­ur­björg er á göt­unni eft­ir að henni var hent út úr íbúðinni. 

Sig­ur­björg átti vel­gengni að fagna í kvik­mynda­brans­an­um áður en fíkni­sjúk­dóm­ur­inn yf­ir­tók líf henn­ar. Hún hef­ur klippt marg­ar af þeim ís­lensku bíó­mynd­um sem hafa hlotið lof. 

Hún klippti kvik­mynd­ina Þetta redd­ast árið 2013, kvik­mynd­ina Kurt­eist fólk 2011, Óróa 2010, Heiðina 2008 og aðstoðaði við klipp­ingu á Stóra plan­inu sem kom út 2008 og líka við Sveita­brúðkaup sem kom út sama ár. 

Hún klippti þætt­ina um Venna Páer árið 2006 og líka kvik­mynd­ina Síðasti bær­inn sem kom út 2004. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda