Sigurbjörg Jónsdóttir fékk Edduverðlaunin 2015 fyrir að klippa kvikmynd Baldvins Z, Vonarstræti sem vakti mikla athygli þegar hún kom út 2014. Lífið er hverfult en í gær var Sigurbjörg, sem glímir við fíknisjúkdóm, borin út úr íbúð Félagsbústaða við Bríetartún í Reykjavík vegna vangoldinnar leigu. Stríðsástand hefur verið í blokkinni vegna hegðunarvanda annars íbúa í blokkinni. Sigurbjörg er á götunni eftir að henni var hent út úr íbúðinni.
Sigurbjörg átti velgengni að fagna í kvikmyndabransanum áður en fíknisjúkdómurinn yfirtók líf hennar. Hún hefur klippt margar af þeim íslensku bíómyndum sem hafa hlotið lof.
Hún klippti kvikmyndina Þetta reddast árið 2013, kvikmyndina Kurteist fólk 2011, Óróa 2010, Heiðina 2008 og aðstoðaði við klippingu á Stóra planinu sem kom út 2008 og líka við Sveitabrúðkaup sem kom út sama ár.
Hún klippti þættina um Venna Páer árið 2006 og líka kvikmyndina Síðasti bærinn sem kom út 2004.