Hvað verður um allan textílinn þegar fólk fellur frá?

Hrafnhildur Gísladóttir og Hildigunnur Sigurðardóttir.
Hrafnhildur Gísladóttir og Hildigunnur Sigurðardóttir. Ljósmynd/Aðsend

Tex­tíl Bar­inn er versl­un sem sel­ur tex­tíl, rek­ur stúd­íó og býður upp á rými til sköp­un­ar. Stofn­end­urn­ir eru þær Hildigunn­ur Sig­urðardótt­ir og Hrafn­hild­ur Gísla­dótt­ir og sam­eig­in­leg ástríða þeirra er end­ur­nýt­ing á tex­tíl eft­ir nám og list­sköp­un á því sviði.

Hildigunn­ur og Hrafn­hild­ur kynnt­ust í námi við tex­tíl í Mynd­list­ar­skóla Reykja­vík­ur. Hildigunn­ur er fata­hönnuður með BA frá UCA í Bretlandi og starfaði meðal ann­ars hjá hinum virta fata­hönnuði Roland Mouret í Lund­ún­um. Hrafn­hild­ur er tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræðing­ur með mennt­un í verk­efna­stjórn á menn­ing­ar­sviði.

Hug­mynd­in kviknaði þegar ann­ar stofn­enda Tex­tíl Bars­ins var að fara yfir efni og garn úr dán­ar­búi móður sinn­ar og hugsaði: „Hvert ætti allt þetta nyt­sam­lega gull að fara og hvað verður um all­an tex­tíl­inn þegar fólk fell­ur frá?“

Hvert er mark­miðið með barn­um?

„Tex­tíl Bar­inn er lausn á end­ur­vinnslu á efnivið sem notaður er við hönn­un, handa­vinnu og list­sköp­un. Tex­tíll sem Tex­tíl bar­inn mun end­ur­vinna er garn, efni til sauma­skaps og tæki og tól til hand­verks. Með því að koma þessu efni í hringrás­ar­hag­kerfið vilj­um við taka þátt í að skapa tæki­færi fyr­ir breytt­an hugs­un­ar­hátt og gera fólki auðveld­ara að nýta bet­ur það sem til er. Kaupa notað áður en keypt er nýtt,“ segja Hildigunn­ur og Hrafn­hild­ur.

„Við tök­um tex­tíl­vör­ur sem hafa áður verið elskaðar, end­ur­vinn­um, end­ur­hönn­um og ger­um vör­urn­ar aðlaðandi og aðgengi­legri.“

Skella í eitt gott partý

Í dag verður svo­kallaður „Happy-hour“ á tex­tíl­barn­um en á viðburðinum munu þær kynna vöru­úr­valið með spenn­andi til­boðum. Af þessu til­efni ætla þær að skella í eitt gott partý að þeirra sögn.

„Þar sem við erum einnig báðar að vinna með list­sköp­un í tex­tíl verða verk til sýn­is á opn­un­inni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda