Steinunn Björnsdóttir, fyrrverandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, og eiginmaður hennar, Vilhjálmur Theodór Jónsson, hafa sett íbúð sína á Háaleitisbraut á sölu. Íbúðin er skemmtilega innréttuð og er máluð í hlýlegum brúnum tónum.
Íbúðin er 145 fm með fjórum svefnherbergjum og hentar fjölskyldufólki vel. Þar af er 20,9 fm bílskúr sem stendur í bílskúrslengju fyrir framan húsið.
Það er opið úr eldhúsinu og inn í stofuna sem býr til heillandi rými. Eldhúsinnréttingin er svört með dökkri borðplötu. Þvottahús er við hliðina á eldhúsinu með fallegri sérsmíðaðri vængjahurð sem setur persónulegan svip á rýmið.