Hönnunarraðhús selt á 216 milljónir

Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði húsið að innan.
Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði húsið að innan.

Raðhús við Bæj­ar­götu 5 í Garðabæ vakti at­hygli þegar það var aug­lýst til sölu. Húsið var teiknað af Davíð Pitt arki­tekt og hannað að inn­an af Rut Kára­dótt­ur. Eg­ill Arn­ar Birg­is­son og Elva Rut Erl­ings­dótt­ir, eig­end­ur versl­un­ar­inn­ar Eb­son sem flyt­ur inn gól­f­efni, eru selj­end­ur húss­ins. Það komst í frétt­irn­ar á dög­un­um þegar þau festu kaup á 285.000.000 kr. húsi við Kaldak­ur í Garðabæ.

Það var ein­mitt vegna þeirra fast­eigna­kaupa sem raðhús þeirra við Bæj­ar­götu var sett á sölu. Raðhúsið við Bæj­ar­götu stend­ur á skjól­sæl­um stað í Urriðaholti þar sem út­sýni er fal­legt. Þegar húsið fór á sölu var það allt ný­málað í litn­um Ang­ora Blan­ket en lit­ur­inn var val­inn af Rut Kára sjálfri. Auk þess fylgdu teikn­ing­ar henn­ar með í kaup­un­um en hún var búin að teikna upp fleiri breyt­ing­ar á hús­inu.

Nú hef­ur þetta fal­lega raðhús verið selt á 216.000.000 kr. Kaup­end­ur eru Elí Úlfars­son og Krist­ín Vikt­oría Guðmunds­son.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda