Við Nesveg í Reykjavík er að finna 125 fm íbúð sem er staðsett í þríbýlishúsi. Um er að ræða mjög vel skipulagða og vel hannaða íbúð sem nýlega var endurnýjuð mikið. Húsið sjálft var reist 1973. HAF Studio kom að hönnun íbúðarinnar. Úr íbúðinni er fallegt útsýni út á Bessastaði.
Eldhúsið er með Ikea-innréttingu og með hurðum frá HAF Studio. Innréttingin í eldhúsinu er 7,5 metra löng og gerir rýmið svipsterkt. Hurðirnar á innréttingunni eru úr bæsaðri eik og eru steinflísar á borðunum. Tveir bakaraofnar eru í eldhúsinu og vínkælir, svo eitthvað sé nefnt.
Eldhús tengist stofunni á sjarmerandi hátt og er bæsað basket weave-parket á gólfum. Í stofunni er hillueining sem sérsmíðuð var hjá Tréborg. Hún geymir sjónvarp, bækur og skrautmuni.
Hægt er að skoða íbúðina nánar á fasteignavef mbl.is: Nesvegur 57.