Yfirgengilega smart íbúð við Nesveg

Í eldhúsinu er stór og mikil innrétting sem nær yfir …
Í eldhúsinu er stór og mikil innrétting sem nær yfir allan vegginn.

Við Nes­veg í Reykja­vík er að finna 125 fm íbúð sem er staðsett í þríbýl­is­húsi. Um er að ræða mjög vel skipu­lagða og vel hannaða íbúð sem ný­lega var end­ur­nýjuð mikið. Húsið sjálft var reist 1973. HAF Studio kom að hönn­un íbúðar­inn­ar. Úr íbúðinni er fal­legt út­sýni út á Bessastaði.

Eld­húsið er með Ikea-inn­rétt­ingu og með hurðum frá HAF Studio. Inn­rétt­ing­in í eld­hús­inu er 7,5 metra löng og ger­ir rýmið svip­sterkt. Hurðirn­ar á inn­rétt­ing­unni eru úr bæsaðri eik og eru stein­flís­ar á borðunum. Tveir bak­ara­ofn­ar eru í eld­hús­inu og vínkæl­ir, svo eitt­hvað sé nefnt.

Eld­hús teng­ist stof­unni á sjarmer­andi hátt og er bæsað basket wea­ve-par­ket á gólf­um. Í stof­unni er hillu­ein­ing sem sér­smíðuð var hjá Tré­borg. Hún geym­ir sjón­varp, bæk­ur og skraut­muni.

Hægt er að skoða íbúðina nán­ar á fast­eigna­vef mbl.is: Nes­veg­ur 57.

Frontarnir á innréttingunni koma frá HAF Studio.
Front­arn­ir á inn­rétt­ing­unni koma frá HAF Studio.
Horft úr borðstofu inn í stofu.
Horft úr borðstofu inn í stofu.
Skápurinn í stofunni, utan um sjónvarpið, var sérsmíðaður. Hann rúmar …
Skáp­ur­inn í stof­unni, utan um sjón­varpið, var sér­smíðaður. Hann rúm­ar ekki bara sjón­varp held­ur líka bæk­ur.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda