Edda og Jón Trausti keyptu höll Atlanta-hjónanna

Edda Björk Kristjánsdóttir og Jón Trausti Ólafsson.
Edda Björk Kristjánsdóttir og Jón Trausti Ólafsson. mbl.is/Stella Andrea

Jón Trausti Ólafs­son, for­stjóri bílaum­boðsins Öskju, og Edda Björk Kristjáns­dótt­ir, mannauðstjóri Húsa­smiðjunn­ar, hafa fest kaup á ein­býl­is­húsi við Stórak­ur. Húsið keyptu þau af hjón­un­um Hann­esi Hilm­ars­syni og Guðrúnu Þrá­ins­dótt­ur, sem oft eru kennd við flug­fé­lagið Atlanta. Hann­es og Guðrún voru tölu­vert í frétt­um á síðasta ári þegar frétt­ir bár­ust að því að þau hefðu keypt dýr­asta húsið í Garðabæ við Mávanes en húsið keyptu þau af Ingu Lind Karls­dótt­ur sjón­varps­stjörnu og eig­anda fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins Skot Producti­ons. 

Húsið við Stórak­ur var teiknað af Ívari Erni Guðmunds­syni arki­tekt. Hann hannaði húsið bæði að utan og inn­an. Mikið er lagt í all­ar inn­rétt­ing­ar og er garður­inn eins og lista­verk. 

Húsið við Stórakur var teiknað af Ívari Erni Guðmundssyni arkitekt.
Húsið við Stórak­ur var teiknað af Ívari Erni Guðmunds­syni arki­tekt.

Gamla húsið komið á sölu 

Jón Trausti og Edda hafa sett ein­býl­is­hús sitt við Dalprýði í Garðabæ á sölu og var fjallað um það á dög­un­um. Um er að ræða 341 fm ein­býl­is­hús sem teiknað var af Pálm­ari Krist­munds­syni arki­tekt. Sæ­björg Guðjóns­dótt­ir inn­an­húss­hönnuður hannaði húsið að inn­an og Guðrún Atla­dótt­ir hannaði eld­hús­inn­rétt­ing­una. Húsið er afar eigu­legt og flott. 

Smart­land ósk­ar Eddu og Jóni Trausta til ham­ingju með húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda