Við Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur stendur skemmtileg loftíbúð í New York-stíl. Íbúðin er á tveimur hæðum og er 145 fm. Mikil lofthæð er í íbúðinni, stórt alrými með glæsilegu eldhúsi.
Gólfefni íbúðarinnar eru heillandi. Á neðri hæð er marmari á gólfi og íslenskt blágrýti. Eldhúsið er með hvítri innréttingu og er í stóru opnu rými með borðstofu og stofu. Út gengt er af miðpalli íbúðarinnar út um tvöfalda hurð á skjólsælar suðursvalir.
Neðri hæð íbúðarinnar skiptist í forstofu, snyrtingu, geymslu, eldhús, stofu og svalir. Efri hæðin skiptist í tvö herbergi, fataherbergi sem hægt er að breyta í svefnherbergi, baðherbergi og innisvalir.