Andrés Magnússon og Margrét selja snotra íbúð

Hjónin Andrés Magnússon og Margrét Júlíana Sigurðardóttir.
Hjónin Andrés Magnússon og Margrét Júlíana Sigurðardóttir. mbl.is/Ólafur Árdal

Andrés Magnús­son, blaðamaður á Morg­un­blaðinu og full­trúi rit­stjóra blaðsins, og eig­in­kona hans, Mar­grét Júlí­ana Sig­urðardótt­ir, stofn­andi og eig­andi Moomb­ix, hafa sett glæsi­lega íbúð sína í Hlíðunum í Reykja­vík á sölu.

Um er að ræða 175 fm íbúð sem er í húsi sem reist var 1946. Húsið hef­ur að geyma öll þau helstu ein­kenni sem ein­kenn­ir bygg­ing­ar­list þess tíma. Hliðar­gluggi í borðstof­unni er með frönsk­um-glugg­um sem hleypa birtu inn í rýmið. 

Í borðstofunni er flygill og fallegur gluggi með frönskum gluggum.
Í borðstof­unni er flyg­ill og fal­leg­ur gluggi með frönsk­um glugg­um.

Málað í glaðleg­um lit­um 

Heim­ili hjón­anna er hlý­legt og fal­leg og eru vegg­ir málaðir í glaðleg­um lit­um. Stof­ur eru bleik­ar og eld­hús mynt­ug­rænt á meðan for­stof­an er í blá­um lit.

Gengið er inn í boga­dregið stiga­hús að íbúðinni. Komið er inn í snotra flísa­lagða for­stofu með fata­hengi þar sem er gestasnyrt­ing. Í íbúðinni er auk­in loft­hæð og var hún end­ur­nýjuð að hluta til fyr­ir tveim­ur árum. Á gólf­um er vandað eikarp­ar­ket frá Agli Árna­syni, sem flæðir á milli her­bergja, stofu og gangs.

Stofan og borðstofa flæða saman án þess að vera einn …
Stof­an og borðstofa flæða sam­an án þess að vera einn stór geim­ur.

20 ára göm­ul inn­rétt­ing stenst tím­ans tönn 

Í eld­hús­inu er græn­blá sprautu­lökkuð inn­rétt­ing með eik­ar-borðplöt­um sem sett var upp fyr­ir 20 árum. Í eld­hús­inu er stór eyja sem hægt er að sitja við en við hana er áfast eld­hús­borð. 

Eins og sá má er heim­ili hjón­anna búið fal­leg­um hlut­um með sögu. Í stof­unni er til dæm­is flyg­ill sem Mar­grét spil­ar á af inn­lif­un. 

Í eldhúsinu er blágræn innrétting sem er orðin 20 ára …
Í eld­hús­inu er blágræn inn­rétt­ing sem er orðin 20 ára göm­ul en stenst þó tím­ans tönn.

Andrés fagnaði 60 ára af­mæli á dög­un­um eins og greint var frá á Smartlandi: 

Sjá nán­ar á fast­eigna­vef mbl.is: Mikla­braut 48

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda