Flutti tvisvar inn í sama húsið

Eydís Hilmarsdóttir innanhússhönnuður býr í fallegu húsi ásamt eiginmanni sínum …
Eydís Hilmarsdóttir innanhússhönnuður býr í fallegu húsi ásamt eiginmanni sínum og tveimur sonum. mbl.is/Eyþór

Ey­dís Hilm­ars­dótt­ir, inn­an­húss­hönnuður og leiðsögumaður, býr í fal­legu húsi í Hlíðunum ásamt eig­in­manni sín­um og tveim­ur son­um. Þau keyptu húsið árið 2004 og hafa í raun flutt tvisvar inn í það því á tíma­bili bjuggu þau í Kali­forn­íu þar sem Ey­dís lærði fagið og drakk í sig menn­ingu, lifnaðar­hætti og óviðjafn­an­lega stemn­ingu sem rík­ir á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna.

Ey­dís lærði inn­an­húss­hönn­un í IDI, In­ter­i­or Desginers Institu­te, á Newport Beach í Kali­forn­íu þegar hún og fjöl­skylda henn­ar bjuggu á svæðinu um tíu ára skeið. Eig­inmaður Ey­dís­ar, Jón Sig­urðsson, var for­stjóri Öss­ur­ar í 26 ár og vegna vinnu hans þurftu þau að vera nær mörkuðum og því varð Kali­forn­ía fyr­ir val­inu. Ey­dís hef­ur alltaf haft áhuga á því að hafa fal­legt í kring­um sig og er með næmt auga fyr­ir lit­um, lita­sam­setn­ingu og tísku. Því lá bein­ast við að læra inn­an­húss­hönn­un.

Árið 2004 voru Ey­dís og Jón í virkri hús­næðis­leit. Þau voru búin að eign­ast tví­bura­syni sem voru eins og hálfs árs og bjuggu í blokk í miðbæn­um sem var óhent­ugt fyr­ir vísi­tölu­fjöl­skyld­una. Þau voru búin að skoða nán­ast öll ein­býl­is­hús á Reykja­vík­ur­svæðinu þegar þau duttu niður á fal­legt ein­býli í Hlíðunum.

„Við vor­um búin að keyra hérna fram hjá eft­ir ábend­ing­um frá fast­eigna­söl­um en í sann­leika sagt leist okk­ur ekki nógu vel á húsið! En svo lét­um við til­leiðast og skoðuðum það að inn­an. Það merki­lega er, að þegar við geng­um hérna inn viss­um við bæði að þetta væri rétta húsið. Það er ofboðslega gott að búa hérna,“ seg­ir Ey­dís.

„Bein­in í hús­inu eru mjög góð og gólfið fal­legt,“ seg­ir Ey­dís og bend­ir á marm­araflís­arn­ar sem eru í al­rým­inu.

Horft inn í borðstofu. Marmaraflísarnar á gólfinu voru í húsinu …
Horft inn í borðstofu. Marm­araflís­arn­ar á gólf­inu voru í hús­inu þegar þau keyptu það. Þau létu brjóta niður vegg til að opna eld­húsið inn í stofu og settu aðrar flís­ar inn í eld­hús. mbl.is/​Eyþór
Hér má sjá einn af uppáhaldssvæðum Eydísar á heimilinu.
Hér má sjá einn af upp­á­halds­svæðum Ey­dís­ar á heim­il­inu. mbl.is/​Eyþór

Rifu niður veggi og breyttu eld­húsi

Fyrsta verk Ey­dís­ar var að opna eld­húsið og breyta því, hún mölvaði niður nokkra veggi og setti borðstofu­borðið fyr­ir fram­an eld­húsið sem breytti hús­inu mikið. Eins setti hún upp nýja eld­hús­inn­rétt­ingu. Fyr­ir val­inu varð hvít höldu­laus inn­rétt­ing með svört­um granít­steini eins og var hámóðins á þeim tíma. Inn­rétt­ing­in stenst hins veg­ar vel tím­ans tönn, ekki síst vegna þess að hún hef­ur tekið ör­litl­um breyt­ing­um. Í dag er til dæm­is einn vegg­ur í eld­hús­inu vegg­fóðraður og aðrir flísa­lagðir, sem skap­ar nota­legt and­rúms­loft.

„Við gerðum ansi mikið en ég fékk Hall­dóru Víf­ils­dótt­ur arki­tekt og vin­konu mína með mér í lið. Hún hef­ur besta augað í brans­an­um.

Þegar við flutt­um hingað inn fyrst var ekki í tísku að vera með mott­ur og það var held­ur ekki í tísku að vera með gard­ín­ur. Við vor­um með hvíta fleka fyr­ir glugg­un­um í al­rým­inu sem maður opnaði og lokaði. Þegar sím­inn hringdi þurfti að loka að sér og fara inn í for­stofu því það berg­málaði svo mikið,“ seg­ir hún.

Eydís lét mála stofuna fyrir um fimm árum og er …
Ey­dís lét mála stof­una fyr­ir um fimm árum og er ennþá jafn­ánægð með þenn­an bleik­brúna lit. Hún seg­ir að hann skapi fal­leg­ar and­stæður við blá­an flau­els­sófa sem hjón­in keyptu í Kali­forn­íu og svarta an­tíkstóla. mbl.is/​Eyþór

Í dag er hljóðvist­in ekki svona slæm. Hvað gerðir þú?

„Eft­ir að hafa búið í Kali­forn­íu í öll þessi ár og verið þar með teppi víðsveg­ar um rým­in fannst okk­ur það svo nota­legt að við vild­um færa það með okk­ur heim. Við sett­um því teppi á stig­ann á milli hæða og erum með mott­ur í hverju rými og teppa­lögðum vegg­ina í sjón­varps­her­berg­inu. Við keypt­um veggl­ista­verk úr tré frá lista­konu í Texas, sem er fyr­ir ofan eld­hús­inn­rétt­ing­una, en það er tölu­verð loft­hæð í hús­inu. Annað lista­verk úr garni flutt­um við líka með okk­ur heim sem nýt­ur sín vel ásamt hörgard­ín­um sem komu í staðinn fyr­ir hvítu flek­ana í glugg­un­um,“ seg­ir Ey­dís.

Fyr­ir utan teppi og lista­verk kynnt­ist Ey­dís ýms­um fyr­ir­mynd­um í fag­inu vest­an­hafs sem hún fylg­ist vel með. „Nicole Harris er einn minn helsti inn­blást­ur. Hún er geggjuð! Líkt og Kelly We­arstler. Þær hafa kennt mér margt.“

Hér er Montana-hillum raðað upp á sjarmerandi hátt. Þær eru …
Hér er Mont­ana-hill­um raðað upp á sjarmer­andi hátt. Þær eru mis­djúp­ar og fram­kalla því meiri dýpt. mbl.is/​Eyþór

Lærði í Kali­forn­íu

Fjöl­skyld­an flutti á Newport Beach í Kali­forn­íu í janú­ar 2010. Um haustið hóf hún nám í inn­an­húss­hönn­un.

„Ég fann þenn­an frá­bæra skóla sem heit­ir IDI, sem er á Newport Beach. Það kom sér vel því við bjugg­um í tíu mín­útna fjar­lægð frá skól­an­um sem er mik­ils met­inn skóli í inn­an­húss­hönn­un í Banda­ríkj­un­um. Ég dembdi mér í námið strax haustið 2010 og tók það jafnt og þétt. Sum­arið eft­ir ákvað ég að taka sumarönn en ég mæli alls ekki með því. Þá fór Jón til Íslands með strák­ana okk­ar og ég var ein úti. Ég fattaði hvað það var glatað. Þannig að ég gat ekki beðið eft­ir að koma heim og hitta þá. Eft­ir þetta mæli ég ekki með sumarönn­um við neinn,“ seg­ir Ey­dís og hlær.

Eydís var búin að skoða nánast öll húsin sem voru …
Ey­dís var búin að skoða nán­ast öll hús­in sem voru til sölu á þess­um tíma þegar hún fann þetta fal­lega hús í Hlíðunum. Hér má sjá gaml­an sófa sem hún lét gera upp. mbl.is/​Eyþór

Nú hef­ur þú alltaf verið góð í að raða hlut­um sam­an og gera fal­legt í kring­um þig. Hvað lærðir þú í nám­inu sem þú kunn­ir ekki?

„Góð spurn­ing, ætli ég hafi ekki fattað hvað ég er mik­ill lita­perri,“ seg­ir hún og hlær.

„Það skipt­ir mig máli að hlut­um sé raðað rétt sam­an. Þú manst þegar við vor­um að vinna sam­an í 17, þá vor­um við oft að raða búðinni upp á nýtt eft­ir vinnu,“ seg­ir hún og hug­ur­inn reik­ar niður á Lauga­veg 91 þar sem við unn­um sam­an árið 1999. Ey­dís var versl­un­ar­stjóri og ég aðstoðar­versl­un­ar­stjóri. Það var á okk­ar ábyrgð að versl­un­in liti ekki út eins og ruslahaug­ur og Ey­dís tók hlut­verk sitt al­var­lega. Þegar hún byrjaði að breyta búðinni héldu henni eng­in bönd enda var hún eins og storm­sveip­ur. Tím­inn í tísku­kastal­an­um er reynd­ar efni í annað viðtal, enda margt ósagt.

Nýtt eldhús var sett inn í húsið þegar þau hjónin …
Nýtt eld­hús var sett inn í húsið þegar þau hjón­in festu kaup á því árið 2004. Hvít­ar höldu­laus­ar inn­rétt­ing­ar eru tíma­laus­ar og líka granít­steinn­inn á borðunum. Vegg­fóðrið við enda­vegg­inn er ný­legt og gjör­breyt­ir rým­inu. mbl.is/​Eyþór

„Í skól­an­um var ég í alls kon­ar litakúrs­um þar sem ég lærði mikið um lita­sam­setn­ing­ar sem mér fannst mjög áhuga­vert og gagn­legt. Það hef­ur nýst mér vel.“

Mótaði það þinn stíl að læra í Am­er­íku?

„Það er ekki gott að segja. Vin­kon­ur mín­ar segja að það sjá­ist á stíln­um mín­um að ég hafi lært í Am­er­íku. Yfir það heila held ég að þessi stíll sem ég aðhyll­ist sé tíma­laus. Ég finn fljótt út, bæði á mín­um heim­il­um og á öðrum, hvað pass­ar og hvað ekki. Það þarf að halda í stíl­inn. Það sem ég lærði líka er að hlut­föll­in á heim­il­inu þurfa að vera í lagi,“ seg­ir hún.

Þegar Ey­dís er spurð út í ástríðu sína fyr­ir því að færa til hluti og breyta seg­ir hún að þetta sé henn­ar prjóna­skap­ur. Henn­ar hug­leiðsla.

„Það gef­ur mér svo mikið að færa til hluti þannig að heild­in líti sem best út. Ég geri þetta ósjálfrátt. Þetta er mín nú­vit­und, ég gæti verið að prjóna en ég geri þetta í staðinn,“ seg­ir hún og hlær.

Speglahilla á veggfóðruðum vegg í eldhúsinu geymir tvo fallega Royal …
Spegla­hilla á vegg­fóðruðum vegg í eld­hús­inu geym­ir tvo fal­lega Royal Copen­hagen-vasa. mbl.is/​Eyþór

Lagaði til í geymslu ná­grann­ans

Jón, eig­inmaður Ey­dís­ar, kann nokkr­ar góðar sög­ur af upp­röðun­ar­hegðun eig­in­konu sinn­ar. Ein af þeim er sag­an af því þegar Ey­dís tók til í geymslu ná­grann­ans í blokk­inni þar sem þau bjuggu áður en þau fundu ein­býlið í Hlíðunum.

„Þetta er flökku­saga,“ seg­ir hún þegar hún er spurð hvort það sé rétt að hún hafi brot­ist inn í geymslu ná­grann­ans og end­urraðað eig­um viðkom­andi. Í ljós kem­ur að Ey­dís og Jón voru að gera upp baðher­bergi í hús­inu og til þess að píp­ari gæti at­hafnað sig þurfti hann að kom­ast að í geymsl­um húss­ins. Það var víst tölu­vert af dóti, í fer­lega miklu óskipu­lagi, í einni geymsl­unni og tók Ey­dís sig til, eft­ir að píp­ari hafði at­hafnað sig, og raðaði öllu upp á nýtt.

„Áður en ég vissi af var ég búin að taka alla sam­eign­ina í gegn sem fylgdi þess­um þrem­ur íbúðum,“ seg­ir hún og bros­ir.

Var það vin­sælt?

„Nei,“ seg­ir hún og hlær og bæt­ir við:

„Maður­inn minn seg­ir þessa sögu þannig að ég hafi brot­ist inn hjá fólki til að end­ur­skipu­leggja heim­ili þess. Það hljóm­ar miklu bet­ur,“ seg­ir hún og hlær meira.

Corona-stóllinn með leðuráklæði hefur fylgt Eydísi og Jóni lengi. Hann …
Corona-stóll­inn með leðurá­klæði hef­ur fylgt Ey­dísi og Jóni lengi. Hann var hannaður af Poul M. Volter. mbl.is/​Eyþór

Milli­veg­ur kem­ur ekki vel út

Eruð þið hjón­in sam­mála um hvernig heim­ilið eigi að vera?

„Nei, ég bara ræð. Ef hjón þurfa að kom­ast að ein­hverri niður­stöðu eða fara ein­hverja milli­leið þá verður ekk­ert varið í heim­ilið. Ann­ar aðil­inn þarf að fá að ráða, þannig er það bara. Hann er mjög glaður með það. Ég er ekk­ert að vasast í sum­um mál­um sem hann er betri í og hef­ur yf­ir­um­sjón með. Hann er mjög sátt­ur við þessa verka­skipt­ingu,“ seg­ir hún.

Hver er þinn upp­á­haldsstaður á heim­il­inu?

„Við erum nátt­úr­lega með þessa sól­stofu. Þar er hiti í gólf­inu og þægi­leg sæti, lampi og hægt að vera með kaffi­bolla og lesa blöðin. Það er svo­lítið mikið miðja í hús­inu. Svo er gam­an að horfa á góða mynd í sjón­varp­inu. Við ger­um það al­veg,“ seg­ir Ey­dís og er þá að vísa í sjón­varps­her­bergið sem er meira eins og bíósal­ur með teppa­lögðum veggj­um og öllu því helsta.

Svona í blá­lok­in spyr ég Ey­dísi hvað hún hafi ætlað að verða þegar hún yrði stór. Ég er að fiska hvort hún sé að lifa draum­inn; að gera fal­legt heima hjá fólki. En það er víst ekki al­veg þannig.

Eydis setti gardínur fyrir gluggana þegar þau fluttu aftur heim …
Eyd­is setti gard­ín­ur fyr­ir glugg­ana þegar þau fluttu aft­ur heim frá Kali­forn­íu og setti mott­ur á gólfin. Hér má sjá tvö egg eft­ir Arne Jac­ob­sen og gaml­an sófa sem Ey­dís lét yf­ir­dekkja í svörtu flau­eli. mbl.is/​Eyþór

„Ég ætlaði bara að vera flug­freyja eða dans­kenn­ari eins og all­ar hinar,“ seg­ir Ey­dís sem er með margt á prjón­un­um en hún út­skrifaðist ný­lega sem leiðsögumaður og er að opna heimasíðu sína, eyd­is­hilm­ars.com. „Að hanna rými og gera þau eins góð og þau geta orðið inni á heim­il­um fólks er ein af mín­um ástríðum.“

Hér má sjá uppáhaldsrými Eydísar sem er bíóherbergið. Veggir eru …
Hér má sjá upp­á­halds­rými Ey­dís­ar sem er bíó­her­bergið. Vegg­ir eru teppa­lagðir og hér er svo sann­ar­lega hægt að njóta sín í botn. mbl.is/​Eyþór
Hér má sjá heimaskrifstofu Jóns Sigurðssonar eiginmanns Eydísar. Hann var …
Hér má sjá heima­skrif­stofu Jóns Sig­urðsson­ar eig­in­manns Ey­dís­ar. Hann var for­stjóri Öss­ur­ar í 26 ár. mbl.is/​Eyþór
Styttan af Jóni Sigurðssyni prýðir eitt rýmið í húsinu.
Stytt­an af Jóni Sig­urðssyni prýðir eitt rýmið í hús­inu. mbl.is/​Eyþór
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda