„Við hjónin erum hálfgerðir viðvaningar og nýgræðingar í þessu“

Ástríður Viðarsdóttir.
Ástríður Viðarsdóttir. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Ástríður Viðars­dótt­ir sér­fræðing­ur í markaðsmá­l­um hjá trygg­inga­fé­lag­inu Vís og Arn­ar Geir Guðmunds­son flug­stjóri hjá Icelanda­ir búa í fal­legu raðhús í Foss­vog­in­um. Á dög­un­um ákváðu þau að gera garðinn ennþá betri og fengu sér garðhýsi sem hægt er að nota all­an árs­ins hring. Ástríður seg­ir að þau séu nýgræðing­ar í garðlist­inni en fái ríku­lega hjálp frá tengda­móður henn­ar sem býr í næstu götu.

Ástríður Viðars­dótt­ir, sér­fræðing­ur í markaðsmá­l­um hjá trygg­inga­fé­lag­inu Vís, og Arn­ar Geir Guðmunds­son, flug­stjóri hjá Icelanda­ir, búa í fal­legu raðhúsi í Foss­vog­in­um. Á dög­un­um ákváðu þau að gera garðinn ennþá betri og fengu sér garðhýsi sem hægt er að nota all­an árs­ins hring. Ástríður seg­ir að þau séu nýgræðing­ar í garðlist­inni en fái ríku­lega hjálp frá tengda­móður henn­ar sem býr í næstu götu.

Ástríður er mik­il stemn­ings­kona og þegar ljós­mynd­ara Morg­un­blaðsins bar að garði var hún búin að baka sítr­ónu­osta­köku í lemon tart-stíl og kæla búbbl­ur. Upp­skrift­ina að kök­unni fékk hún hjá ann­arri Foss­vogs­frú sem býr skammt frá Ástríði.

Garðhúsið er 15 fm að stærð og nýtist fjölskyldunni allan …
Garðhúsið er 15 fm að stærð og nýt­ist fjöl­skyld­unni all­an árs­ins hring. mbl.is/​Karítas Sveina Guðjóns­dótt­ir

Hvað eruð þið búin að búa lengi í Foss­vog­in­um?

„Við bjugg­um fyrst í Huldu­land í nokk­ur ár en flutt­um svo í Kópa­vog í tvö ár. Fund­um síðan hús í Foss­vog­in­um sem við búum í núna en það er rúm­gott og bjart með stór­um garði,“ seg­ir Ástríður. Það fer vel um hana og eig­in­mann­inn, dæt­urn­ar tvær og hund­inn.

Foss­vog­ur­inn er þekkt­ur fyr­ir veður­sæld sína. Spáðir þú eitt­hvað í það þegar þið keyptuð húsið?

„Já, al­gjör­lega, ég myndi segja að það lengi sum­arið að búa svona í daln­um. Ég mun lík­lega aldrei flytja í annað hverfi.“

Hvernig var garður­inn þegar þið keyptuð húsið? Þurfti að gera mikið fyr­ir hann?

„Garðinum hafði verið vel sinnt af fyrri eig­end­um. Við höf­um aðeins breytt skipu­lag­inu á pall­in­um og bætt við heit­um potti.“

Ástríður fær góð garðyrkjuráð frá tengdamóður sinni sem býr í …
Ástríður fær góð garðyrkjuráð frá tengda­móður sinni sem býr í næstu götu. mbl.is/​Karítas Sveina Guðjóns­dótt­ir

Ert þú með græna fing­ur?

„Get nú ekki sagt það, við hjón­in erum hálf­gerðir viðvan­ing­ar og nýgræðing­ar í þessu en þetta er nær­andi vinna sem veit­ir okk­ur mikla gleði. Hins veg­ar býr tengda­móðir mín í næstu götu. Hún er með græna fing­ur og er með mjög fal­leg­an garð og hef­ur gefið okk­ur góð ráð,“ seg­ir Ástríður.

Hvað hef­ur þú lært af því að eiga garð?

„Ég er alin upp í húsi með ynd­is­leg­um garði og veit hvað það er sem fal­leg­ur garður gef­ur manni. Ég vissi hins veg­ar ekki hvað gras vex hratt og þar af leiðandi hversu oft þarf að slá,“ seg­ir hún og hlær.

Bjórkælirinn er gargandi snilld að mati Ástríðar og heldur fimmtán …
Bjórkæl­ir­inn er garg­andi snilld að mati Ástríðar og held­ur fimmtán drykkj­um köld­um. mbl.is/​Karítas Sveina Guðjóns­dótt­ir

15 fm garðhýsi breyt­ir stemn­ing­unni

Hvað um garðhúsið, segðu mér sög­una af því?

„Garðhúsið er 15 fm að stærð, það heit­ir Ser­alux og var keypt í Lága­fells­versl­un í Mosó. Við byrjuðum á því að panta hýsið og höfðum þá nokkr­ar vik­ur til að jarðvegs­skipta og steypa plötu und­ir húsið svo allt var klárt þegar við feng­um það af­hent. Við sett­um gólf­hitarör í plöt­una sem á reynd­ar eft­ir að tengja við húsið, planið er að hýsið sé upp­hitað allt árið,“ seg­ir hún.

Hvers vegna fenguð þið ykk­ur það og í hvað notið þið garðhýsið?

„Garðhýsið eyk­ur nota­gildi garðsins. Oft er nota­legt að vera inni í hús­inu þegar það er kannski aðeins of kalt til að sitja á pall­in­um, mjög sniðugt á Íslandi. Við skipt­um hús­inu þannig upp að við erum með rækt­un öðrum meg­in þar sem við erum aðallega með kryd­d­jurtir, græn­meti og ber en stóla og borð á hinum helm­ingn­um. Við sitj­um oft í hýs­inu og drekk­um kaffi með gest­um og ég hendi í vöffl­ur. Einnig hafa stelp­urn­ar okk­ar gam­an af því að bjóða vin­kon­um sín­um að spila og spjalla í hýs­inu.“

Það er þó ekki bara verið að baka vöffl­ur og borða þær í garðhýs­inu því hús­bónd­inn á heim­il­inu hef­ur komið fyr­ir bjórkæli í gras­inu. Ein­hver myndi segja að þetta væri það sem alla vant­ar sár­lega. Hver er sag­an á bak við bjórkæl­inn?

„Þessi bjórkæl­ir er garg­andi snilld. Hann er kallaður hyl­ur­inn í garðinum. Hann kem­ur frá Ísröri í Hafnar­f­irði og er graf­inn beint ofan í jörðina vel niður fyr­ir frostlínu. Hann tek­ur 15 drykki í heild­ina og held­ur þeim köld­um árið um kring,“ seg­ir Ástríður og hlær.

Upp­skrift að sítr­ónu­osta­kök­unni

Sítr­ónu­fyll­ing

  • 4 boll­ar rjóma­ost­ur
  • 1¼ tsk vanillu­drop­ar
  • 1½ syk­ur
  • 3 egg
  • 1 eggj­ar­auða
  • 2/​3 bolli sýrður rjómi
  • ¼ bolli rjómi
  • ¾ bolli sítr­ónusafi

Kaka

  • 3 boll­ar mulið kex (til dæm­is Lu-kex)
  • ½ tsk. salt
  • 11 mat­skeiðar ósaltað smjör
  • 6 msk. ljós púður­syk­ur

Syk­ur­púðakrem

  • 1 bolli syk­ur
  • ½ vatn
  • 3 eggja­hvít­ur
  • 1/​8 tsk. vín­steins­lyfti­duft
  • 1/​8 salt
  • 1 tsk vanillu­drop­ar

Und­ir­búðu kök­una

Hitaðu ofn­inn í 160°C. Brúnaðu smjör í litl­um potti. Settu öll inni­halds­efni köku­botns­ins í skál og blandaðu vel sam­an. Þrýstu niður í köku­formið og bakaðu í fimm mín­út­ur. Kældu al­veg.

Und­ir­búðu fyll­ing­una

  1. Hrærðu sam­an sýrða rjóm­an­um og rjóm­an­um í litla skál.
  2. Hrærðu rjóma­ost­inn í hræri­vél þar til hann er silkimjúk­ur og rjóma­kennd­ur. Bættu vanillu­drop­um við. Bættu sykr­in­um við og hrærðu þar til bland­an er glans­andi.
  3. Bættu einu og einu eggi sam­an við og eggj­ar­auðu. Bættu sýrðu rjóma­blönd­unni sam­an við.
  4. Lækkaðu hraðann á hræri­vél­inni og bættu sítr­ónusaf­an­um hægt sam­an við.
  5. Helltu blönd­unni yfir kælda köku­botn­inn.
  6. Bakaðu í 1 klst og 40 mín­út­ur. Kældu al­veg, settu plast­filmu yfir og settu í ís­skáp í 4 klukku­stund­ir eða yfir nótt.

Syk­ur­púðakrem

  1. Blandaðu sykri og vatni í lít­inn pott og náðu upp suðu.
  2. Hrærðu sam­an eggja­hvítu og vín­steins­lyfti­dufti í hræri­vél.
  3. Helltu syk­ur­blönd­unni hægt út í. Hrærðu þar til bland­an er stíf, glans­andi og kald­ari, í kring­um 7 mín­út­ur.
  4. Að lok­um skaltu smyrja kældu osta­kök­una með syk­ur­púðakrem­inu.
Sítrónuostakakan sem Ástríður bauð upp á.
Sítr­ónu­ostakak­an sem Ástríður bauð upp á. mbl.is/​Karítas Sveina Guðjóns­dótt­ir
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda