Útibíóið í pottinum frekar æðislegt

Lykillinn að góðri garðveislu er fyrst og fremst fólkið segir …
Lykillinn að góðri garðveislu er fyrst og fremst fólkið segir fagurkerinn og arkitektinn Hildur. Morgunblaðið/Karítas

Hild­ur Gunn­laugs­dótt­ir er arki­tekt og lífs­k­únstner sem stend­ur í ströngu við að þróa með sér græna fing­ur.

Ertu með græna fing­ur?

„Nei, en ég ætla að reyna að þróa þá með mér og hef mjög gam­an af því að læra meira og prófa mig áfram.“

Hvernig mynd­irðu lýsa garðinum þínum?

„Hann er pínu­lít­ill en nýt­ist mjög vel. Hann er mikið svæðaskipt­ur, þannig að það er pláss fyr­ir ótrú­lega margt.“

Hvaða blóm er í upp­á­haldi í garðinum?

„Ég er að von­ast til þess að það verði bóndarós­irn­ar sem ég setti niður í fyrra. Ég var vand­ræðal­ega spennt þegar ég sá að þær voru að koma upp aft­ur. Ég ætla líka að setja niður lauka frá Eld­blóm­um í haust, en ég elska lauka sem poppa óvænt upp aft­ur og aft­ur.“

Hvað er best að borða í garðinum?

„Fingramat og drekka gott vín með. Ég elska osta, ávexti og kex og kælda rósa­vín­flösku í góðum fé­lags­skap í garðinum, jafn­vel í pott­in­um.“

Hvað keypt­ir þú síðast inn á heim­ilið?

„Ég tók í gegn her­bergi ferm­ing­ar­barns­ins míns um dag­inn þannig að ætli það séu ekki hús­gögn­in þar og nýja rúmið henn­ar. Mig dreym­ir um að kaupa eins handa mér líka.“

Hvað keypt­ir þú síðast inn í garðinn?

„Gróður­húsið sem ég setti upp síðasta sum­ar, sem er dá­sam­leg viðbót við garðinn. Já og bíótjaldið, sem er nú reynd­ar bara gardína úr Bauhaus en ég get verið með úti­bíó í pott­in­um, sem er frek­ar æðis­legt.“

Hvað ertu ánægðust með í garðinum?

„Nýt­ing­una á hon­um og aðgengið beint úr stof­unni út í garð. Þótt hann sé lít­ill er enda­laust hægt að nýta hann í hitt og þetta. Hann er smá eins og fram­leng­ing á stof­unni okk­ar. Við lækkuðum lóðina und­ir svöl­un­um, en þar er sól fram eft­ir kvöldi á sumr­in og dá­sam­legt að hanga þar í garðsófa með eld­stæðið í gangi.“

Hvað finnst þér skemmti­leg­ast að gera í garðinum?

„Vera með dætr­um mín­um í garðinum. Við erum núna að rækta sum­ar­blóm úr fræj­um og síðasta sum­ar ræktuðum við papriku­plönt­ur. Svo finnst mér bara gam­an að dytta að, en alltaf þegar ég er eitt­hvað að vesen­ast í garðinum, jafn­vel bara að sópa, koma þær og hjálpa mér eða eru að leika sér ná­lægt.“

Hver er lyk­ill­inn að góðri garðveislu?

„Fyrst og fremst skemmti­legt fólk. En síðan er það fjöl­breytt setsvæði, sum­ir eru í fín­um kjól­um og vilja sitja á huggu­leg­um sól­um og aðrir á teppi á gras­inu. Svo er það klár­lega að skreyta garðinn meira en minna, ég elska að skreyta með pallí­ett­um, diskó­kúl­um og öðru sem end­urkast­ar birt­unni og blóm­um. Gott vín og góður mat­ur eru auðvitað lyk­il­atriði, ekki er verra ef það er svo fal­legt að það virki sem hluti af skreyt­ing­un­um. Mér finnst líka æðis­legt að vera með æti­leg blóm og skella þeim út í glös­in, en það er frá­bær leið til þess að vita hver á hvaða glas. Svo er nauðsyn­legt að hafa kveikt á pott­in­um, en góð garðpartí enda yf­ir­leitt í pott­in­um.“

Af hverju ætti fólk að rækta garðinn sinn?

„Mín kenn­ing er sú að það sé gott fyr­ir sál­ina að sjá eitt­hvað vaxa og dafna, en vís­inda­leg­ar rann­sókn­ir sýna fram á að okk­ur mann­eskj­unni líður bet­ur í kring­um gróður. Ég held líka að það sé ótrú­lega þrosk­andi fyr­ir börn að rækta eitt­hvað.“

Hvar fékkstu inn­blást­ur fyr­ir garðinn?

„Frá höfuðátt­un­um og ríkj­andi vindátt­um. Ég reyndi að hanna garðinn þannig að hann væri skjól­sæll og sól­rík­ur. Slíkt skipt­ir sköp­um hér á Íslandi, en eng­inn er úti í skugga og vindi sér til skemmt­un­ar. Mér fannst líka mik­il­vægt að vera með mis­mun­andi svæði eins og grillsvæði, kósí-sófa­svæði í skjóli frá pott­in­um og að pott­ur­inn væri miðsvæðið.“

Áttu sér­stak­an garðfatnað?

„Nei, bara gamla slitna jogg­inggalla sem eru mikið notaðir í garðinum. Ég sýni mikið frá garðinum á sam­fé­lags­miðlum, þannig að ég held að það sé kom­inn tími á betri og smart­ari garðföt. Ég er mjög opin fyr­ir til­lög­um.“

Er öll fjöl­skyld­an dug­leg í garðinum?

„Nei, ég get ekki sagt það, en ég fékk mjög mikla aðstoð frá syst­ur minni og mann­in­um henn­ar mömmu þegar ég var að stand­setja garðinn og setja upp gróður­húsið.“

Hvernig var garður­inn þegar þið keyptuð húsið?

„Hann var í raun frek­ar dá­sam­leg­ur en um leið glataður. Það dá­sam­lega var ynd­is­lega fal­legt gull­regn sem stóð í miðjum garðinum, það glataða var að það var ein­hver sér­stak­lega eitruð týpa og það komst ekk­ert annað fyr­ir í garðinum. Ég syrgi samt tréð enn og vildi óska þess að ég ætti nægi­lega stór­an garð til þess að vera með fal­leg blómstrandi tré.“

Hver er upp­á­haldsilm­ur­inn þinn?

„Upp­á­halds garðilm­ur­inn minn er af sír­en­um, rós­um og lavend­er.“

Upp­á­halds­hlaðvarp?

„Akkúrat núna er það Good Hang með Amy Poehler, elska að hlæja og ég hlæ oft upp­hátt að þætt­in­um.“

Upp­á­halds­sam­fé­lags­miðill?

„TikT­ok-al­gór­it­minn held­ur mér oft lengi en In­sta­gram á hjartað mitt.“

Er garður­inn ykk­ar til­bú­inn?

„Ég held að garður­inn verði aldrei al­veg til­bú­inn, hann held­ur von­andi áfram að þró­ast með okk­ur og vaxa og dafna. Við erum með tengi fyr­ir útisturtu en eig­um eft­ir að setja slíka upp. Ég væri líka til í útield­hús og runna með berj­um eða blóm­um. Við erum með ónýta runna úti við götu sem við stefn­um á að skipta út fyr­ir gljám­ispil og ég ætla að setja rifs fyr­ir fram­an pall­inn. Minn helsti draum­ur er kirsu­berja­tré eða álíka í risa­potta uppi á svöl­um þannig að ég geti horft beint út á blómstrandi tré úr stof­unni. Þá hætti ég kannski að syrgja gull­regnið.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda