Brynhildur Karlsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson hafa sett einstaklega fjölskylduvæna íbúð sína við Álfatún í Kópavogi á sölu. Um er að ræða 135 fm íbúð sem er á jarðhæð í húsi sem reist var 1984.
Brynhildur er sviðslistakona, tónlistarkona, dagskrárgerðarmaður, danshöfundur og skáld og hann er dramatúrg í Þjóðleikhúsinu. Hann varð heimsfrægur á Íslandi þegar hann fór í Eurovision með lagið Harið mun sigra með hljómsveitinni Hatara.
Heimili fjölskyldunnar er fallega innréttað. Í stofunni eru hansa-hillur, píanó og sófaborð úr tekki. Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting og léttar hillur á veggnum. Engir íþyngjandi efri skápar.