Blokkaríbúð Höllu Hrundar seld á toppverði

Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund Logadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halla Hrund Loga­dótt­ir þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­setafram­bjóðandi hef­ur selt íbúð sína í Foss­vogi. Um er að ræða 90 fm íbúð sem er í blokk sem reist var 1973. Halla Hrund festi kaup á íbúðinni ásamt eig­in­manni sín­um, Kristjáni Frey Kristjáns­syni, í apríl 2021. 

Þau settu íbúðina á sölu á vor­dög­um vegna fyr­ir­hugaðra flutn­inga í annað hverfi. Blokka­r­í­búðin var tölu­vert til umræðu í kosn­inga­bar­áttu Höllu Hrund­ar en talið var að fólkið í land­inu tengdi bet­ur við hana ef það vissi að hún byggi í blokk. Ekki í rjóma­tertu­húsi í Arn­ar­nes­inu. 

Nú er þessi fal­lega blokka­r­í­búð seld. Kaup­end­ur eru Íris Dögg Björns­dótt­ir og Eg­ill Már Hall­dórs­son. Þau greiddu 99.400.000 kr. fyr­ir íbúðina. 

Smart­land ósk­ar Höllu Hrund og Kristjáni til ham­ingju með söl­una! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda