Minni rauðvínsdrykkja kallar á heilsusamlegri garð

Landslagsarkitektinn Björn.
Landslagsarkitektinn Björn. mbl.is/Karítas

Björn Jó­hanns­son lands­lags­arki­tekt seg­ir útield­hús­in vera það allra vin­sæl­asta um þess­ar mund­ir. Tísk­an hafi færst úr því að hafa það huggu­legt með rauðvínið í heita pott­in­um yfir í heita og kalda potta og sán­ur eft­ir úti­vist og hreyf­ingu, jafn­vel  mjúk svæði þar sem fólk geti stundað jóga. Eitt það mik­il­væg­asta við hönn­un­ar­ferlið er að sögn Björns að geta sýnt viðskipta­vin­um garðinn með sýnd­ar­veru­leika, ein­mitt það sem fólkið fékk að upp­lifa sem á eitt af verk­efn­um Björns, ver­önd­ina á Seltjarn­ar­nesi. 

„Þegar ég var að sýna viðskipta­vin­um mín­um fyrstu til­lög­una komu þeir til mín og sáu hana í sýnd­ar­veru­leika, settu á sig lít­inn hjálm og gátu ferðast um og skoðað garðinn eins og þeir væru í hon­um,“ seg­ir Björn Jó­hanns­son lands­lags­arki­tekt um ferlið við fal­lega hönn­un sína við heim­ili á Seltjarn­ar­nesi. „Þetta hef­ur alltaf verið sérstaða mín, að vera með grafík­ina eins góða og hægt er í teikn­ing­um þannig að fólk geti hrein­lega farið í garðinn hjá sér.“

Björn lærði lands­lags­arki­tekt­úr við Gloucesters­hire-há­skóla í sam­nefndri sýslu á Suðvest­ur-Englandi. Hann út­skrifaðist þaðan árið 1993 og hef­ur unnið sleitu­laust við fagið í rúm þrjá­tíu ár, um tíma á teikni­stof­unni Tema í Stokk­hólmi, höfuðborg Svíþjóðar, og síðan hér­lend­is þar sem hann hef­ur verið „sinn eig­in herra“ og rekið litla teikni­stofu.

„Sérstaða mín hef­ur verið að vinna í íburðar­mikl­um görðum, þar sem fólk er að fara í heit­an pott, kald­an pott, gufubað, sturtu, eld­hús, gróður­hús, skála o.s.frv. Þar sem á virki­lega að vanda til verks,“ seg­ir Björn, sem hef­ur einnig verið að teikna í kring­um fjöl­býli og fyr­ir­tæki.

Björn segir þau mikið vinna með svokallaðar flísahellur núna. Þær …
Björn seg­ir þau mikið vinna með svo­kallaðar flísa­hell­ur núna. Þær eru fal­leg­ar, á þeim er mik­il áferð og þær eru stam­ar, sem ger­ir það að verk­um að fólk renn­ur síður á þeim en á viðar­palli. mbl.is/​Karítas

Hönn­un ver­and­ar­inn­ar

Ver­önd­in við húsið á Nes­inu, sem Björn hannaði, er al­sett flís­um sem hann kall­ar flísa­hell­ur til aðgrein­ing­ar. „Þetta eru ít­alsk­ar flís­ar frá Vídd sem kall­ast Atlas Concor­de. Þær eru bún­ar til í verk­smiðju í Mar­in­ella-daln­um, við hliðina á flottu sport­bíla­verk­smiðjun­um, Ferr­ari o.fl.“ Eng­inn hiti er und­ir flís­un­um en hann lýs­ir þeim sem grjót­hörðum, stöm­um og fín­um og að mun minni lík­ur séu að fólk renni á þeim en á trépalli.

„Þetta erum við tals­vert mikið að vinna með núna.“

Tröpp­ur, um­gjörðin um heita pott­inn, bekk­ur og aðrar inn­rétt­ing­ar á ver­önd­inni eru smíðaðar úr svo­kölluðum thermo-við sem búið er að baka við 220 gráður og þannig fjar­lægja allt úr sem get­ur myglað eða komið svepp­ur í, að sögn Björns. Thermo-viður­inn er rauðbrúnn en grán­ar í sól­ar­ljós­inu.

Thermo-viðurinn er rauðbrúnn en gránar í sólinni. Þegar réttum lit …
Thermo-viður­inn er rauðbrúnn en grán­ar í sól­inni. Þegar rétt­um lit er náð er mælt með að bera á hann. mbl.is/​Karítas

„Í þessu til­felli erum við með hitameðhöndlað timb­ur sem fær að veðrast og svo er bara borið á þetta glært þegar það hef­ur náð þeim lit sem maður vill hafa á því.“

Grind­verkið um­hverf­is ver­önd­ina seg­ir Björn hins veg­ar vera band­sagaða furu sem teng­ist öðrum girðing­um í hverf­inu. „Þetta er par­hús og þetta er sami lit­ur og var fyr­ir, þannig að við unn­um með hann.“ Sami lit­ur er á útisturt­unni og „hobbí­rým­inu“, sem átti upp­haf­lega að vera gufubað, að sögn Björns, og þak hobbí­rým­is­ins er torflagt.

Spurður um hæð og hönn­un á grind­verki seg­ir hann þær ákv­arðanir alltaf miða við bygg­ing­a­reglu­gerð, sem rammi ágæt­lega inn hvað megi og hverju þurfi að sækja um leyfi fyr­ir. „Aðalskugga­varpið er frá hús­inu og mann­virkj­um í kring sem eru hærri en girðing­in. Það er alltaf ein­hver staður þar sem hægt er að vera í sól­inni.“

Við „hobbí­rýmið“ er grill­skýli og útield­hús og seg­ir hann flesta sem leita til hans í dag vera að spá í ein­hvers kon­ar útield­un­araðstöðu, í mis­mun­andi út­færsl­um.

Við útield­húsið, út frá girðing­unni, var reist­ur kampa­víns­vegg­ur einnig gerður úr thermo-við. „Þarna er hægt að leggja frá sér kampa­vín, snitt­ur og bjór,“ seg­ir Björn og bend­ir á að upp við grind­verkið sé svo lægra borðið, í vinnu­hæð, þar sem hægt er að t.d. skera græn­meti á meðan grillað er.

Hvert er viðhaldið?

„Það er ekk­ert viðhald á flís­un­um. Það þarf að bera glært á gráa timbrið [thermo-viðinn] á ein­hverj­um tíma­punkti, til að verja það. Bera þarf mun sjaldn­ar á band­sagaða timbrið [í girðing­unni],“ svar­ar hann og seg­ir allt viðhald vera í lág­marki.

Á veröndinni er heitur pottur og er thermo-viðurinn notaður í …
Á ver­önd­inni er heit­ur pott­ur og er thermo-viður­inn notaður í kring­um hann. mbl.is/​Karítas

Mik­il sam­vinna

„Það fyrsta sem ég geri er að spyrja viðskipta­vin­inn hverj­ir séu draum­ar hans og þrár. Ég er að vinna með fólk­inu í því að búa til um­hverfi framtíðar­inn­ar fyr­ir það,“ seg­ir Björn þegar hann er spurður um hvað sé það fyrsta sem hann hugsi þegar hann kem­ur að nýju verk­efni.

„Svo vinn ég yf­ir­leitt með sömu verk­tök­un­um; Garðaþjón­ust­an þín og þar er Ei­rík­ur Ein­ars­son aðal­karl­inn minn.“

Björn seg­ir að síðustu þrjú árin hafi hann vísað eins mörg­um verk­efn­um og hann geti til Ei­ríks. „Hann fær verkið ef hann er nógu skemmti­leg­ur og með nógu gott verð,“ bæt­ir hann spaug­sam­ur við.

Ekki er þó nóg að áfram­setja verk­efnið á ann­an mann og skilja þannig við. Björn seg­ist fylgja verk­inu til enda og að meðan á vinnu stend­ur fari hann viku­lega til að líta eft­ir verk­efn­inu.

„Það er mjög mik­il­vægt til þess að verkið klárist vel að það sé áfram­hald­andi ráðgjöf í kring­um fram­kvæmd­irn­ar. Hug­mynd­in er að hönn­un og fram­kvæmd hald­ist í hend­ur alla leið.“

Eru viðskipta­vin­ir þínir alltaf með fast­mótaðar hug­mynd­ir um hvað þeir vilja?

„Það er all­ur gang­ur á því. Sum­ir segja: Björn, þú ert sér­fræðing­ur­inn, þú átt að gera þetta ógeðslega flott og ég vil sjá hvað þú kem­ur með,“ svar­ar Björn og ít­rek­ar að hann vinni í skref­um svo að hvar sem er í ferl­inu hafi viðskipta­vin­ir tæki­færi til að vinna með hon­um og koma með hug­mynd­ir.

Hann seg­ir hönn­un­ar­vinn­una yf­ir­leitt taka um tvo mánuði en að eft­ir­spurn­in sé – eins og gef­ur að skilja – árstíðabund­in. Biðröðin get­ur verið nokkr­ir mánuðir og núna er hann t.a.m. með biðröð fyr­ir haustið, enda hef­ur verið það auk­ist gíf­ur­lega að fólk leiti sérþekk­ing­ar þegar kem­ur að hönn­un garðsins og seg­ir Björn stóru fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­in hafa átt þátt í því.

„Eins og Byko, Steypu­stöðin og Húsa­smiðjan, sem öll hafa aukið sýni­leika lands­lags­arki­tekta eft­ir að þau fóru að nýta sér­fræðinga meira.“

Þarna sést yfir veröndina og útieldhúsið er staðsett á vinstri …
Þarna sést yfir ver­önd­ina og útield­húsið er staðsett á vinstri hönd. Grillið er und­ir þak­inu við grind­verkið og út frá grind­verk­inu var reist­ur kampa­víns­vegg­ur eins og Björn kall­ar hann, þar sem hægt er að leggja frá sér veig­ar í fljót­andi og föstu formi. Morg­un­blaðið/​Karítas

Heilsu­hönn­un í tísku

„Ég mæli með að fólk láti teikna fyr­ir sig árið áður en það fram­kvæm­ir,“ bend­ir Björn rétti­lega á vegna þess að það geti tekið tíma að finna góða verk­taka, eða eins og hann orðar það: „Þú tog­ar þá ekk­ert upp úr hatti.“

Ferlið frá a-ö hef­ur sinn tíma, sem hefst á hug­mynda­vinnu, umbreyt­ing­um og betr­um­bót­um, svo aft­ur teikn­ing­um fyr­ir verk­tak­ann, áður en aft­ur er breytt og bætt.

„Þá kem­ur ljósa- og gróðurpl­an og fleiri verk­taka­teikn­ing­ar, og ef þú vilt fá flott­ustu guf­una í hverf­inu þarf að teikna hana spýtu fyr­ir spýtu.“

Grillskýlið eða útieldhúsið. Borðið er staðsett meðfram grindverkinu og er …
Grill­skýlið eða útield­húsið. Borðið er staðsett meðfram grind­verk­inu og er í vinnu­hæð svo að hægt er að und­ir­búa meðlæti á meðan grillað er. mbl.is/​Karítas

Er eitt­hvað sér­stakt í tísku núna?

„Þegar ég kom fyrst úr námi vildi fólk fá garð þar sem það gat grillað, farið í heita pott­inn og drukkið rauðvín. Það var svo­lítið stemn­ing­in. Núna er fólk að minnka drykkj­una svo að það er allt að verða svo­lítið heilsu­tengt. Það er heit­ur pott­ur, kald­ur pott­ur og gufubað eft­ir hlaup­in, fjall­göng­una eða hjól­reiðarn­ar. Fólk er að gera ráð fyr­ir mjúk­um svæðum þar sem hægt er að gera jóga og teygj­ur, jafn­vel um­kringt gróðri svo að hægt sé að kom­ast í smá nú­vit­und í jóg­anu og jafn­vel að fá geymslu fyr­ir ketil­bjöll­urn­ar.“

Björn seg­ir útield­hús­in, sem eru svo vin­sæl um þess­ar mund­ir, vera hinn hluta heilsu­teng­ing­ar­inn­ar, að fólk vilji getað grillað holl­an og góðan mat og dedúað við elda­mennsk­una úti við.

„Lang­lífi, heilsa og allt það er að koma sterk­ara inn núna.“

mbl.is/​Karítas
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda